Í kvöld verður lengri útgáfa af Áramótaskaupinu sýnt – Tólfan og forsætisráðherra í miðbæ Reykjavíkur
Í kvöld verður lengri útgáfa af Áramótaskaupinu sýnd á RÚV. Þar verða ýmis atriði sem ekki voru í Skaupinu þegar það var sýnt á gamlárskvöld. Meðal þeirra er langt atriði með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landliðsins í knattspyrnu.
Meðlimir Tólfunnar voru margir svekktir þegar atriðið birtist ekki á gamlárskvöld. Atriðið er tekið upp í miðbæ Reykjavíkur, þar sem meðlimir Tólfunnar ganga fylltu liði með Hannesi Óla Ágústssyni, sem leikur Sigmund Davíð Gunnlaugsson í atriðinu.
Lengri útgáfa Skaupsins verður sýnd á RÚV klukkan 21:15 í kvöld.
Hér má nálgast atriði Tólfunnar.
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Í kvöld kl.21.15 á RÚV verður, "Áramótaskaup 2015" endursýnt í lengri útgáfu með áður óséðum atriðum. Eitt er víst að við í Tólfunni munum sjást í kvöld.
Posted by Stuðningssveitin Tólfan on 8. janúar 2016