fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Egill Gillz Einarsson: „Þetta er særandi“

„Ingó vegur að okkur í menningunni“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 8. janúar 2016 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst Ingó Veðurguð vinur minn vega nokkuð gróflega að okkur í menningunni. Þetta er særandi,“ segir rithöfundurinn Egill Gillz Einarsson á Facebook-síðu sinni um gagnrýni Ingólfs Þórarinssonar á listamannalaun ríkisins sem úthlutað var í gær.

Að venju var tekist á um þau en 370 listamenn fá um 340 þúsund á mánuði. Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, vill ekki sjá að ríkið greiði listamönnum laun fyrir vinnu sína. Ingó hefur nú sagt skilið við Veðurguðina og hefur verið stungið upp á að hann stofni sveitina Ingó og listamennirnir.

„Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á því. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?“

Frétt DV.IS hefur vakið mikla athygli. Egill sem er í rithöfundasambandinu og hluti af elítunni, að hans sögn, tjáir sig um fréttina og segir:

„Ég viðurkenni það að ég þekki ekki alla þessa rithöfunda sem fengu úthlutað listamannalaunum í ár. Ef til vill hefur þetta fólk skrifað geggjaðar umsóknir um listamannalaunin og látið það duga sem ritstörf fyrir árið.“

Þá segir Egill ennfremur:

„Svo er mjög leiðinlegt að sjá hve naumt er úthlutað til metsölurithöfundarins Gunnars Helgasonar miðað við Hallgrím bróðir hans, sem hefur fengið full laun alveg frá því hann réðist á bíl forsætisráðherra hér um árið. Verst þykir mér þó hve gróflega var gengið framhjá Almari í kassanum sem hefði átt að fá þriggja ára laun!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað