Burger King vill fá ungfrú Kólumbíu til að leika í auglýsingum – Umboðsmaður Sofia Vergara reyndir að landa fleiri samningum
Ariadna Gutierrez, sem var ranglega krýnd ungfrú alheimur, hefur nú verið boðið að leika í auglýsingum fyrir bandarísku skyndibitakeðjuna Burger King.
Frá þessu er greint á vef TMZ en þar segir að Luis Balaguer, umboðsmaður Sofiu Vergara, sé nú að vinna að því að koma Gutierrez á kortið í Bandaríkjunum.
Samkvæmt heimildum TMZ hefur Gutierrez verið boðið leika í auglýsingum þar sem barnamáltíð hamborgarakeðjunnar er í aðalhlutverki. Boðskapur auglýsingarinnar verður svo: „Á Burger King fá allir kórónu.“
Eins og frægt er orðið var Gutierrez ranglega krýnd ungfrú alheimur þegar keppnin fór fram í Kína, skömmu fyrir jól. Gutierrez var svipt tiltilunum, og kórónunni, aðeins örfáum andartökum eftir að hafa verið krýnd.
Sjá einnig: Sjáðu augnablikið þegar rangur sigurvegari var tilkynntur í ungfrú alheimur
Samkvæmt fréttinni hafa fleiri stórfyrirtæki sýnt Gutierrez áhuga, með það í huga að hafa hana í auglýsingum. Á meðal þeirra er bjórframleiðandinn Corona Extra, en Corona þýðir einmitt kóróna á spænsku.
Sjálf hefur Gutierrez sagt að hún stefni fyrst og fremst að því að landa samningi við undirfatafyrirtækið Victoria Secret og er hún sögð vera í viðræðum við forsvarsmenn fyrirtækisins.