fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Fókus

Varð ekki ungfrú alheimur en býðst kóróna frá Burger King

Burger King vill fá ungfrú Kólumbíu til að leika í auglýsingum – Umboðsmaður Sofia Vergara reyndir að landa fleiri samningum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ariadna Gutierrez, sem var ranglega krýnd ungfrú alheimur, hefur nú verið boðið að leika í auglýsingum fyrir bandarísku skyndibitakeðjuna Burger King.

Frá þessu er greint á vef TMZ en þar segir að Luis Balaguer, umboðsmaður Sofiu Vergara, sé nú að vinna að því að koma Gutierrez á kortið í Bandaríkjunum.

Samkvæmt heimildum TMZ hefur Gutierrez verið boðið leika í auglýsingum þar sem barnamáltíð hamborgarakeðjunnar er í aðalhlutverki. Boðskapur auglýsingarinnar verður svo: „Á Burger King fá allir kórónu.“

Eins og frægt er orðið var Gutierrez ranglega krýnd ungfrú alheimur þegar keppnin fór fram í Kína, skömmu fyrir jól. Gutierrez var svipt tiltilunum, og kórónunni, aðeins örfáum andartökum eftir að hafa verið krýnd.

Sjá einnig: Sjáðu augnablikið þegar rangur sigurvegari var tilkynntur í ungfrú alheimur

Samkvæmt fréttinni hafa fleiri stórfyrirtæki sýnt Gutierrez áhuga, með það í huga að hafa hana í auglýsingum. Á meðal þeirra er bjórframleiðandinn Corona Extra, en Corona þýðir einmitt kóróna á spænsku.

Sjálf hefur Gutierrez sagt að hún stefni fyrst og fremst að því að landa samningi við undirfatafyrirtækið Victoria Secret og er hún sögð vera í viðræðum við forsvarsmenn fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir The White Lotus hafa stórbætt kynlífið

Segir The White Lotus hafa stórbætt kynlífið
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“