Að venju var mikið lagt í jólasýningu Þjóðleikhússins en í ár var hið magnaða verk Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams frumsýnt á annan dag jóla. Leikstjóri verksins er Stefán Baldursson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri. Þeir sem eitthvert vit hafa á menningu og listum létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á sýninguna, enda jólasýningin hápunktur leikársins.
Fólkið á bak við tjöldin Starfsfólk Þjóðleikhússins tekur vel á móti leikhúsgestum. Það þarf að afhenda leikskrár, selja sælgæti, vísa til sætis og ýmislegt fleira svo upplifunin verði sem ánægjulegust.
Fallegt fólk Edda Björg Eyjólfsdóttir, Stefán Magnússon, Árni Páll Árnason, Sigrún Björg Eyjólfsdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir og Þorfinnur Ómarsson voru full eftirvæntingar fyrir sýninguna.
Glæsileg Hjónin Kristjana og Baltasar Samper voru stórglæsileg að vanda. Sonarsonur þeirra, Baltasar Breki, fer með eitt hlutverka í sýningunni.
Leikhúshjónin Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og Gígja Tryggvadóttir, kona hans, voru að sjálfsögðu létt í lund fyrir sýninguna.
Töff Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson og kona hans Tinna Dögg Kjartansdóttir eru frekar töff týpur.
Slá í gegn Fjóla Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson, eigendur Bryggjunnar – brugghúss, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta. Bryggjan er að verða einn heitasti staðurinn í bænum, og það þykir enginn maður með mönnum nema hafa rekið nefið þar inn.
Skál Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir, voru glöð í bragði og lyftu glösum.
Glæsimenni Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson voru flottir í tauinu og og brostu sínu blíðasta.
Fjölskyldan Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir mættu með börnin sín í leikhúsið, en sonur Baltasars fer með eitt hlutverka í sýningunni.
Leikarapar Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir láta sig sjaldan vanta í leikhúsið, en faðir Unnar, Stefán Baldursson, leikstýrir einmitt sýningunni
Kát Brynhildur Einarsdóttir, kona Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, var heldur betur kát þegar ljósmyndari smellti af.
Feðgin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætti ásamt dóttur sinni, Guðrúnu Tinnu. Þjóðleikhússtjórinn tók á móti þeim.