fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Tobba Marinós: „Ég nenni ekki að vera feit lengur“

Gefur skít í BMI-stuðulinn – Er nálægt offitumörkum samkvæmt honum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 31. janúar 2016 09:45

Gefur skít í BMI-stuðulinn - Er nálægt offitumörkum samkvæmt honum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir segist gefa skít í það kerfi sem notað er til að meta hvort fólk glímir við ofþyngd eða offitu, eða hinn svokallaða BMI-stuðul. Samkvæmt því er Tobba of þung og nálægt því að glíma við offitu þrátt fyrir að vera í góðu formi og stunda reglubundna hreyfingu.

Tobba segist í pistli á vef Kvennablaðsins, sem vakið hefur mikla athygli, hvetja fólk til að hætta að notast við þetta gamla og úrelta kerfi. Hennar viðmið séu styrkur og þol og heilbrigði og hamingja.

Ég þoli ekki vigtina. Mamma sagði alltaf að það væri „þungt“ í mér. Að ég væri kröftug en ekki feit. Samkvæmt BMI (Body Mass Index) stuðli er ég rétt fyrir neðan offitumörk en klárlega í efri mörkum „ofþyngdarflokksins“. Ég er mjög feit samkvæmt þessum stuðli sem var notaður þegar ég var í grunnskóla og var send í vigtun hjá skólahjúkrunarfræðingnum. Ég var vissulega of þung sem barn en skömmin sem helltist yfir mig við að fá útreikninginn teiknaðan í rauðu á spjald sem ég átti að færa mömmu minni, fylgir mér enn. Þessi stuðull er enn víða notaður til að ákvarða ofþyngd,“ segir Tobba í greininni.

Tobba segist vera með stuðulinn 28 sem, samkvæmt stuðlum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er ofþyngd. Þeir sem eru með stuðulinn 30 eða ofar glíma við offitu samkvæmt sama stuðli. Auðvelt er að finna sinn BMI-stuðul. Það er gert með því að deila þyngd sinni í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi (kg/m2). Tobba segist gefa skít í þetta kerfi.

„Ég borða hollan mat og stunda líkamsrækt 3–4 sinnum í viku. Ég legg mikið kapp á að vera hraust og hreyfa mig. Ég elska að fara á skíði og í fjallgöngur. Hvannadalshnjúk hef ég klifið með öll mín offitukíló oftar en einu sinni. Ég tek líka reglulega þátt í hlaupum, hjólakeppnum og öðrum áskorunum,“ segir hún og bætir við:

„Ég nenni ekki að vera feit lengur og nýjasta áskorun mín er ekki hlaupin í kílómetrum heldur í andlegum styrk. Ég gef þessu gamla úrelda kerfi puttann og bið ykkur að hætta að gefa því gaum eða nota það en ég er enn ítrekað að rekast á þetta kerfi. Meðal annars á sjúkrahúsum við ýmsa útreikninga. Mín viðmið eru styrkur og þol. Heilbrigði og hamingja.
Þessi alþjóðlegi stuðull má fokka sér. Ég er ekki samboðin alþjóðlegum viðmiðum greinilega. Ég er sterk og hraust og er hætt að hata vigtina og kroppinn minn,“ segir Tobba en pistilinn má lesa í heild hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað