Jón Óskar segir listamenn taka vinnuna nær sér en aðrir
„Við Hulda höfum verið óskaplega lánsöm . Okkur hefur vegnað vel en um leið og við útskrifuðumst vorum við tekin upp af galleríistum á Norðurlöndunum sem tóku okkur upp á sína arma og sýndu okkur um allt. Þetta hefur gengið vel. Fyrstu árin var salan ekki mikil en eftir því sem maður vinnur lengur verður þetta auðveldara.“
„Ég man þegar ég var krakki, að fylgjast með myndlistamönnum sem voru í kringum foreldra mína, hvað maður skynjaði sterkt hvað þetta var erfitt líf. Þetta getur verið töff og vonbrigðin svo mikil – ekki bara peningalega heldur andlega. Ég held að allt listafólk taki yfirhöfuð vinnu sína mun nær sér en fólk í öðrum störfum. Listin verður einhvern veginn endurspeglun af manni sjálfum og höfnunin verður því svo mikil.“