fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Fókus

Tommy Lee festist á hvolfi á tónleikum: „Í alvörunni?“

Atriðið misheppnaðist á lokatónleikum Mötley Crüe – Trommaranum var bjargað af starfsmönnum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tommy Lee, trommari bandarísku rokkhljómsveitarinnar Mötley Crüe, lenti í basli á síðustu tónleikum hljómsveitarinnar þegar rússíbani, sem trommusett kappans var fastur við, bilaði.

Atriðið, þar sem Lee trommar á hvolfi, er eitt af því sem einkennt hefur tónleika Mötley Crüe um áraraðir en hljómsveitin er þekkt fyrir mikla tilburði á tónleikum.

Bilun í rússíbananum varð til þess að vagninn, sem trommusettið og Lee voru á, stöðvaðist og sat Lee því fastur. Atvikið átti sér stað á áramótatónleikum hljómsveitarinnar í Los Angeles en þeir voru allra síðustu tónleikar Mötley Crüe, í bili að minnast kosti.

„Það lítur út fyrir að rússíbaninn sé bilaður,“ sagði Lee áður en hann bað um aðstoð við að losna.

Lee varð ekki meint af og fékk hann að fljótt aðstoð frá starfsmönnum sem losuðu hann úr vagninum og komu honum niður á sviðið.

„Ég trúi ekki að þetta sé að gerast, á síðasta kvöldinu. Í alvörunni?,“ sagði Lee þegar hann hékk á hvolfi.

Hér má sjá myndband af því þegar að vagninn bilar og Lee var bjargað.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=tpG-ZKVaMc0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir The White Lotus hafa stórbætt kynlífið

Segir The White Lotus hafa stórbætt kynlífið
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“