fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Segist hafa misst 44 kíló á „Pizzakúrnum“

Hvetur fólk til að henda pillum og dufti ef það vill léttast

Auður Ösp
Föstudaginn 29. janúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pasquale Cozzolino sem starfar sem yfirkokkur á veitingastað í New York fullyrðir að hann hafi náð að losa sig við 44 kíló á einu ári með því að borða 12 tommu margarítu pizzu í hádegismat á hverjum einasta degi. Segir hann að fólki eigi að ekki að koma nálægtum pillum og dufti ef það vilji grennast; ferskt fæði sé töframeðalið. Pizzan sem hann innbyrðir daglega er þó ekki af hefðbundnu tagi.

Þá segir að hann að meðfram að pizzuátinu hafi hann jafnframt tekið sælgæti og gosdrykki úr mataræðinu og byrjað að stunda kickbox tvisvar til þrisvar í viku. Það hafi gert honum kleift að losna við 30 sentimetra af mittismáli, sama stærð og pizzan sem hann fær sér daglega.

Það ætti ekki að koma á óvart að Cozzolino starfar sem yfirkokkur á pizzastað. Segist hann hafa bætt verulega á sig eftir að hann flutti til New York árið 2012 og byrjaði að vinna á veitingastöðum. „Ég gat hámað í mig heilan pakka af Oreo kexi á augabragði, það var eins og dóp fyrir mér. Auk þess þambaði ég tvær til þrjár flöskur af gosi á dag,“ segir hann en eftir að hafa fengið viðvörun frá lækni um að hann myndi að öllum líkindum fá hjartaáfall ef hann héldi uppteknum hætti ákvað Cozzolino að taka í taumana.

Pizzan sem hann fær sér daglega er þó ekki einsog þær sem finna má á hefðbundnum pizzastöðum. Deigið er aðeins úr vatni, hveiti, geri og salti og ofan á setur hann aðeins ferska tómatsósu, örlítið af mozarella osti og basil. Þá lætur hann deigið hefast í 36 klukkustundir áður en pizzan er bökuð og segir að á þann hátt megi minnka náttúrulegt sykurmagn og auka magn flókinna kolvetna. Pizzan sé því einungis um það bil 570 kaloríur og máltíðin afar mettandi.

Þá segist hann borða gróft morgunkorn og ávöxt í morgunmat, ávöxt í millimál og í kvöldmat snæði hann léttan sjávarrétt sem hann skoli niður með vínglasi. Pizzan góða sé þó uppistaðan í mataræðinu. „Þegar þú borðar pizzu þá þarftu ekkert annað,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS