fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fókus

María 15 ára ósátt: „Ætlaði að láta þig vita að ég er ekki dauð eftir að fá hestinn yfir mig“

Hvetur ökumenn til að sýna hestamönnum tillitssemi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að vekja athygli á þessu enda geta hestar verið viðkvæmir og fælst auðveldlega,“ segir María Guðný Rögnvaldsdóttir en hún varð fyrir óskemmtilegri reynslu fyrr í dag þegar hún brá sér í útreiðartúr. Keyrði þá fram hjá henni snjóplógur á miklum hraða og án þess að hægja á sér með þeim afleiðingum að hestur Maríu fældist af veginum og hljóp í burtu og endaði með að María lenti undir hestinum. Það er ljóst að illa hefði getað farið. Þá keyrði annar ökumaður framhjá án þess að athuga með stúlkuna.

Í samtali við DV.is segir María að atvikið hafi átt sér stað rétt fyrir utan Hvolsvöll fyrr í dag, nálægt hesthúsahverfinu en þar er reiðleið á stuttum kafla framhjá þjóðveginum og 50 kílómetra hámarkshraði. „Þetta var um hálf sex leytið. Það eru skilti þarna í kring sem gefa til kynna að það sé umferð hestamanna á svæðinu. Skyndilega kemur þarna snjóplógur á miklum hraða,“ segir hún en hún segist ekki efast um að umræddur bílstjóri hafi séð sig og hestinn. „Hann hefði ekki þurft að gera annað en að hægja aðeins á sér eða beygja aðeins til vinstri en í stað þess hélt hann áfram á fullri ferð. Það var rosalega mikill hávaði í vélinni og mikill snjór sem fylgdi þannig að hesturinn varð dauðhræddur.“

Hún segir hestinn hafa orðið dauðskelkaðan við þessar aðfarir. „Hann hljóp af veginum og utan í girðingu þannig að ég lenti undir honum. Hann hljóp svo hræddur í burtu þannig að ég var ein eftir.“

Hún segir að bílstjóri bílsins sem kom í humátt á eftir plóginum hafi að öllum líkindum orðið vitni að atvikinu en hann hafi þó ekki brugðist við. „Ég var í appelsínugulri úlpu þannig að ég hef líklegast ekki farið fram hjá honum. Hann hægði aðeins á sér og horfði á mig en hélt svo bara áfram,“ segir hún og bætir við að sem betur fer hafi næsti bíll sem kom á eftir stoppað og veitt henni aðstoð við að komast heim.

Hún tekur fram að það sé ekki ætlunin að benda fingri á neinn með frásögn sinni en hvetur fólk til að horfa í kringum sig á þjóðveginum og sýna nærgætni. „Ég vil benda á hversu mikilvægt það er að ökumenn taki tillit til þeirra sem eru á ferð á hestum. Fólk keyrir oft mjög hratt þarna fram hjá á miklum hraða og ég hef til dæmis lent í því að fólk flauti á mig með miklum látum. Það veit kannski ekki hvað hestarnir geta verið viðkvæmir, auk þess sem að sumir þeirra hafa kannski ekki verið mikið tamdir. Það er sjálfsagt að taka tillit til næstu manneskju, hvort sem hún er á hesti, hjóli eða annað. Þetta hefði auðveldlega getað farið miklu verr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“