Æskilegt að tekjutengja launin
Karl Ágúst Úlfsson leikari stingur upp á komið verði á fót svokölluðum Launasjóði íslenskra alþingismanna. Ummæli Karls um listamannalaun vöktu nokkra athygli á dögunum. Sagði Karl Ágúst meðal annars að hann vildi fá að vita hvað hann sæi fyrir mörgum öryrkjum og að hve stórum hluta rekstur Alþingis væri á hans herðum. Þá sagðist hann gera þá kröfu að fá sjálfur að hafa bein áhrif á hvað peningarnir hans yrðu notaðir í framtíðinni.
Í færslu á fésbók segir Karl Ágúst að væri umræddum launasjóði komið á laggirnir gætu Alþingismenn sótt um laun „allt frá þremur mánuðum á ári og upp í tólf mánuði og leggi þeir fyrir stjórn launasjóðsins þau mál sem þeir hyggjast leggja fyrir þingið það árið.“
Þá leggur Karl Ágúst til að sérstök úthlutunarnefnd, skipuð stjórnmálafræðingum, hagfræðingum og félagsfræðingum, myndi fjalla um mál einstakra þingmanna og meta þau á faglegum forsendum. „Vitaskuld væri aldrei hægt að hafa allan þingheim á launum, og því mikið í mun að málin sem fólk hyggst vinna að séu vel undirbúin og þyki til þjóðþrifa.“
„Mikilvægt er að úthlutanir séu gagnsæjar og að úthlutunarnefnd geti rökstutt mikilvægi hvers máls fyrir sig. Einnig væri æskilegt að tekjutengja launin, þannig að laun við önnur störf og arður ýmis konar yrði dreginn af þinglaunum,“ segir Karl Ágúst jafnframten tillaga hans hefur fengið góðar viðtökur á facebook.