Dagur B. Eggertsson kynnti sér starfsemi Borgarleikhússins í dag og tók þátt í sjóðheitu dansatriði ásamt söng- og leikkonunni Brynhildi Guðjónsdóttur, sem leikur í söngleiknum Mamma Mía sem borgarleiksstjórinn sjálfur, Kristín Eysteinsdóttir, leikstýrir.
Eins og kunnugt er þá er leikritið byggt á kvikmyndinni Mamma Mia sem aftur byggir á lögum eftir sænsku popphljómsveitina Abba.
Myndband birtist á vef Borgarinnar á Facebook þar sem sjá má Brynhildi syngja og dansa. Borgarstjórinn tekur þátt í atriðinu með eftirminnilegum hætti. Hægt er að horfa á atriðið hér fyrir neðan.
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Borgarstjóri heimsótti Borgarleikhúsið í dag til að kynna sér starfsemina. Dagur skoðaði leikhúsið og ræddi við leikhú…
Posted by Reykjavíkurborg on Thursday, 28 January 2016