fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Vin Diesel sækir Skagann heim: Fast 8 tekin upp á Akranesi

Tökur munu fara fram í kringum sementsverksmiðjuna – Gert er ráð fyrir að um 80 bifreiðar verði fluttir til landsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tökur á bandarísku hasarmyndinni Fast 8 munu að stórum hluta fara fram á Akranesi í vor. Þetta var tilkynnt á þorrablóti Skagamanna um síðustu helgi. Upptökur munu fara fram á svæðinu í kringum hafnarsvæðið og sementsverksmiðjuna þar í bæ.

Það er Universal Studios sem framleiðir myndina og samkvæmt Truenorth, sem er umboðsaðili Universal hér á landi, mun fjölmennt lið tækni- og upptökufólks koma hingað til lands vegna verkefnisins.

Leikur eitt aðalhlutverkið í Fast and Furious myndunum
Vin Diesel. Leikur eitt aðalhlutverkið í Fast and Furious myndunum

Undirbúningur vegna verkefnisins hefst í mars og mun taka um tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að um 80 bifreiðar verði fluttur til landsins, auk annars tækjabúnaðar. Áætlað er að tökur hefjist svo 4. apríl næstkomandi.

Á vef Skessuhorns staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, að tökur muni hefjast á Akranesi í vor. Hún segist fagna því að Truenorth hafi sett sér það markmið að eiga sem mest viðskipti við heimafólk.

„Verkefnið mun þannig hafa áhrif á veitingahús á Akranesi og ýmsa verslun og þjónustu,“ segir Regína.

Fram kemur að Akraneskaupstaður muni leigja fyrirtækinu aðstöðu á meðan á undirbúningi og tökum stendur. Þá segir einnig að fulltrúar skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar hafa farið með fulltrúum Truenorth í gegnum ýmis tæknileg atriði sem snúa að notkun á Sementsreitnum og á næstunni er von á leikstjóra myndarinnar til að taka svæðið endanlega út.

Fast 8 er hluti af Fast and Furious myndunum sem hafa verið gríðarlega vinsælar síðustu ár en Furious 7 er einn tekjuhæsta kvikmynd allra tíma. Á meðal þeirra stjarna sem leikið hafa í myndunum má nefna Vin Diesel, Dwayne „The Rock“ Johnson, Michelle Rodriguez, Jason Statham og Paul Walker.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“