fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Skólafélagar Joniödu standa með henni: „Það eru sorgarfréttir að verið sé að víkja þessari frábæru fjölskyldu úr landi“

Þykir yfirburðanemandi – Dreymir um að verða læknir

Auður Ösp
Mánudaginn 25. janúar 2016 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ímyndið ykkur að þurfa að flýja heimaland ykkar, flytja í nýja menningu og nýtt samfélag,“ segir í tilkynningu sem Nemendafélag Flensborgarskólans í Hafnafirði hefur sent frá sér en nemendur skólans mótmæla harðlega þeirri ákörðun Útlendingastofnunar að vísa Joniödu Dega og fjölskyldu hennar úr landi.

DV greindi frá því á dögunum að sama dag og Íslendingar tóku fagnandi á móti fyrsta hópi sýrlenskra flóttamanna við hátíðlega athöfn á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag, fékk fimm manna fjölskylda frá Albaníu þær fregnir að henni yrði vísað úr landi. Er þar um að ræða Dega fjölskylduna sem telur hjón og þrjú börn, þar á meðal hina 18 ára gömul Jodiönu. Fjölskyldunni hefur gengið afar vel að aðlagast samfélaginu í Hafnarfirði frá því komu til landsins um mitt ár 2015. Jodiana, sem dreymi um að verða læknir hefur sýnt afburðaárangur í námi.

Segir Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgar meðal annars að það væri fengur fyrir íslenskt samfélag að fá nemanda eins og hana. „Þessi stúlka er alveg ljóngreindur námsmaður og hræðilegt ef hún dytti út úr menntakerfinu eins og því miður allt virðist stefna í.“

Í færslu á fésbókarsíðu Nemendafélags Flensborgarskólans kemur fram að Joniada sé þar afburðarnemandi:

„Hún kom hingað til Íslands í október ásamt fjölskyldu sinni, frá Albaníu. Fjölskyldan er búin að standa sig með prýði sem íbúar hér og hún sjálf búin að standa sig mjög vel bæði í félagslífi og námi hér í Flensborg. Það eru sorgarfréttir að verið sé að víkja þessari frábæru fjölskyldu úr landi.“

„Ímyndið ykkur að þurfa að flýja heimaland ykkar, flytja í nýja menningu og nýtt samfélag. Ímyndið ykkur hvað það hlýtur að vera erfitt að koma sér inn í allt, að “aðlagast” öllu og um leið og þér gengur vel, þá ert þú tekinn frá öllu sem þú ert búin að vinna fyrir, tekinn frá nýju vinum þínum og þú neydd til að yfirgefa heimilið þitt ekki í fyrsta sinn, heldur annað sinn.“

„Við í Nemendafélaginu í Flensborg viljum standa með samnemanda okkar og mótmæla því að Joniada og fjölskylda hennar verða send úr landi,“ stendur jafnframt í tilkynningunni og er fólk hvatt til að deila færslunni til að sýna stuðning við fjölskylduna og mótmæla þessari ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað