Var strítt af örinu
„Mér var strítt mikið af örinu þegar ég var yngri og var kölluð Quasimodo, hryggskekkjubarn, aumingi og letingi. Það vildi enginn vera með mér og ég átti fáa vini,“ segir segir Alexandra Dilja, 18 ára, sem greindist með góðkynja æxli við rifbein og mænu þegar hún var átta ára.
„Ég er orðin vön augngotunum, þær særa mig ekki lengur og svo hefur örið dofnað mikið. Ég finn samt ennþá fyrir því og fæ oft bakverki sem fara örugglega með mér í gröfina en ég er laus við æxlið og það er aðalatriðið.“
Smelltu á sjá meira til að lesa greinina í heild sinni