fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Ég get horft á fótbolta endalaust“

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þarf stundum að sinna heimilisstörfunum – Les ljóð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. janúar 2016 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar blaðamaður spyr Geir hvort hann hugsi um eitthvað annað en fótbolta, er svarið einfalt: „Nei.“ Það er að minnsta kosti stutta útgáfan af svarinu. „Þegar ég er ekki bundinn af öðrum verkefnum heima þá horfi ég á fótbolta í frítíma mínum.“ Hann á sér einfaldlega ekki önnur áhugamál og þannig slakar hann líka vel á. „Ég veit ekki hvað þetta er, kannski eitthvað í genunum, en ég get horft á fótbolta endalaust. Ég vil samt bara horfa á gæðaknattspyrnu. Ég fer auðvitað á völlinn og fylgist með íslenskri knattspyrnu en það er bara sá raunveruleiki sem er hér. En þegar ég er að horfa í sjónvarpinu þá reyni ég að velja góða leiki. Og fylgist auðvitað alltaf með mínum mönnum í Barcelona.“
Blaðamaður vill varla trúa því að Geir geri ekkert annað í frítímanum en að fylgjast með fótbolta, enda kemur annað á daginn þegar hann er spurður aftur. „Mér finnst gaman að lesa ljóð. Ég er ekki mikið fyrir langlokur eða spennubækur. Ljóðin eru það helsta fyrir utan fótboltann. Ég er alltaf með einhverja ljóðabók nærri. Ljóð eru knappt form sem hentar mér.“

Geir tekur þó skýrt fram að hann sinni fjölskyldunni líka þótt hann sé alltaf á kafi í boltanum, en hann á sambýliskonu og tvö börn. „Ég reyni svo sannarlega að sinna skyldum mínum í þeim efnum, þannig að ég get ekki horft á fótbolta alveg út í eitt. Það er alveg kvartað yfir því að ég horfi of mikið og auðvitað verð ég stundum að tempra það. Skilningurinn er alveg til staðar, upp að vissu marki,“ segir Geir sposkur á svip, en hinir fjölskyldumeðlimirnir deila ekki gífurlegum knattspyrnuáhuganum. „Það er hæfilegur áhugi og mér finnst það fínt. Ég hef bara sjónvarpsherbergi fyrir mig þar sem ég horfi. Þá er ég ekki fyrir öllum hinum.“

Sér sig bara í knattspyrnunni

Geir segist að sjálfsögðu líka þurfa að sinna heimilisstörfunum. En það sé í góðu lagi, enda ákveðin hvíld fólgin í því að sinna þeim. „Starfið er þannig að álagið er mikið. Ég er aldrei alveg í fríi, þótt ég sé heima. Maður veit aldrei hvenær málin koma upp í þessari hreyfingu. Þetta hefur breyst svo mikið frá því ég tók við. Það var alltaf rólegra yfir vetrartímann en nú er það bara smá tími í desember sem er rólegt. Og eftir að við komumst á EM þá er álagið meira en aldrei fyrr,“ segir Geir sem hefur þó litlar áhyggjur af því að keyra sig út fyrir mótið. „Þetta er svo skemmtilegt verkefni að það lyftir mér upp.“
Geir sér ekki fyrir sér að hann komi til með að gera neitt annað í framtíðinni en að halda áfram að lifa og hrærast í knattspyrnu. „Ég vil halda áfram að gefa af mér á meðan ég get. Ég hef mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði og íslensk knattspyrna er í mikilli sókn. Á meðan svo er þá bara iða ég í skinninu yfir því að halda áfram að vinna að framgangi leiksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“