fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fókus

Rafsígaretta sprakk í andlitinu á henni: Skelfilegar afleiðingar

„Dóttir mín er hrædd við mig“

Auður Ösp
Laugardaginn 23. janúar 2016 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

24 ára gömul tveggja barna móðir gæti nú þurft að hafa horfast í augu við það að vera með ör fyrir lífstíð eftir að rafsígaretta sprakk framan í andlitið á henni. Segir hún að augnlokið á henni hafi rifnað í tvennt og að dóttir sé hrædd við að sjá mömmu sína með svo áberandi útlitslýti.

Kirby Sheen segist hafa átt sér einskis ills von þegar hún fékk sér rafsígarettuna síðastliðin miðvikudag. „Allt í einu heyrðist hár hvellur og það blossaði upp svartur reykur. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað hafði gerst. Ég leit niður á hendurnar á mér sem voru svartar og ég var með stærðarinnar sár á þumalfingrinum,“ segir hún en tveggja ára dóttir hennar varð vitni að atvikinu.

„Þegar ég leit síðan í spegil sá ég að andlitið á mér var þakið blóði. Ég gat aðeins séð með öðru auganu. Dóttir mín öskraði af hræðslu og sagði aftur og aftur: „Mamma er með sár í auganu!“ Ég er hrædd um að hún eigi alltaf eftir að muna eftir þessu,“ segir Kirby jafnframt.

Hún segir að eiginmaður sinn hafi verið í vinnu þegar þetta gerðist og hún hafi því verið ein heima með börnin. Það hafi verið henni til happs að móðir hennar býr skammt frá og leituðu þær mæðgur með hraði á sjúkrahús. Kirby þurfti í kjölfarið að gangast undir lýtaaðgerð sem tók tvær klukkustundir og tjáðu læknar henni að ef sárið hefði verið 1 sentímetra til vinstri þá hefði hún misst sjónina.

Þá hafa þeir tjáð að hún muni að öllum líkindum uppskera stærðarinnar ör eftir slysið og segir Kirby að hún eigi erfitt með að horfa á sjálfa sig í spegli. „Dóttir mín er hrædd við mig og ég neyðist til þess að ganga um með sólgleraugu þessa dagana.“

Þá segir hún það vera á hreinu að hún muni aldrei snerta rafsígarettur framar og hyggst hún leita svara hjá framleiðanda rafsígarettunnar. „Ég vil vekja athygli á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Miðar á Oasis fara í sölu um helgina – Þetta er miðaverðið

Miðar á Oasis fara í sölu um helgina – Þetta er miðaverðið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar á meðal þeirra kvíðnustu við að leggja bíl í þröng stæði – Svona gerir þú það

Íslendingar á meðal þeirra kvíðnustu við að leggja bíl í þröng stæði – Svona gerir þú það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu