fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Stefán Karl: „Ég get tekist á við lífið með mun einfaldari hætti en áður“

ADHD lyfin breyttu lífinu

Auður Ösp
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ímyndað mér að þetta henti ekki öllum en í mínu tilfelli þá létti þokunni,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari en hann er greindur með ADHD, athyglisbrest og ofvirkni. Hann segir líf stt hafa tekið stakkaskiptum eftir að hann byrjaði að taka lyf við röskuninni og því mislíki honum sú umræða sem átt hefur sér stað um misnotkun einstaklinga á ADHD lyfjum.

Stefán tjáði sig á facebook síðu sinni í gær en tilefnið var frétt RÚV þar sem fram kom að Íslendingar ættu heimsmet í notkun á ADHD lyfjum. Meðal annars lét framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala hafa það eftir sér að lyfin væru of mikið notuð hér á landi.

„Ég hef notað ADHD lyf frá því snemma á þessu ári og það var engin hægðarleikur að fá þessi lyf. Ég fór í gegnum greiningu hjá sálfræðingi sem tók sinn tíma og svo skilaði sálfræðingur skýrslu sem var nokkuð nákvæm og persónuleg til geðlæknis sem kallaði mig svo á sinn fund. Þar fórum við yfir skýrsluna og niðurstöðurnar þar sem geðlæknirinn fór yfir stöðuna og sagði sitt álit,“ ritar Stefán og útskýrir að í kjölfarið hafi niðurstaðan væri sú að prófa lyfjagjöf. „Í fullkomnu samráði prófuðum við hvort að lyf væri málið og skammtastærðin skipti þar máli, mín tilfinning og svörun. Eftir að hafa prófað mig áfram í um 3 mánuði þá fann ég rétta skammtastærð sem hentaði mér og hvenær dags væri best fyrir mig að taka lyfin.“

Hann segir að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Líf mitt breyttist svo mikið til hins betra að ég ætla ekki að lýsa því, hvar voru þessu lyf þegar ég var að alast upp? Ég get ímyndað mér að þetta henti ekki öllum en í mínu tilfelli þá létti þokunni, ég get tekist á við lífið með mun einfaldari hætti en áður, ég get ekki lýst því svo einfalt er það, þessu lýsir maður ekkert svo auðveldlega en kannski að fjölskylda mín geti það.“

Hann bætir því að hann geri sér engu að síður fulla grein fyrir því að til séu einstaklingar sem mistnoti þessi lyf. „En ég ætla rétt að vona að líf okkar sem notum þetta til þess að eiga betra líf verði ekki stefnt í voða vegna einhverrar misnotunar á lyfjum sem öðrum kunna að vera lífsnauðsynleg.“

Hann ítrekar að fylgikvillar ADHD geti verið þess eðlis að þeir geri líf annars fólks erfitt. „Svo erfitt að maður getur misst alla frá sér, eiginkonu og jafnvel börnin hætta að leita til manns og tala við mann og vinir, þetta er einangrandi.“

Hann segist stöðugt verða fyrir áreiti frá fólki vegna þess að hann er greindur með ADHD. „Þetta daglega háð um að maður sé ofvirkur, velvirkur, tali of mikið og sé of mikið einhvern veginn svona eða hinsegin, það eru því miður ekki til nein lyf sem draga úr athugasemdum hinna vammlausu, það er eitthvað sem við þurfum að lifa með,“ ritar hann. „Því finnst mér alltaf jafn fyndið að lesa svona greinar frá hinum yfirborðslega fallega heimi um að við, sem loksins erum komin á lyfin sem þið viljið að við tökum, séum nú farin að misnota þau líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað