Tók góða æfingu í setti EM-stofunnar – Þóra birti myndband
Handboltakappinn fyrrverandi, Logi Geirsson, vakti mikla athygli í EM-stofunni á RÚV í gærkvöldi í kringum leik Íslands og Króatíu í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta sem nú stendur yfir í Póllandi. Logi lá þar ekkert á skoðunum sínum og var hundfúll með tap Íslands eins og aðrir landsmenn.
En það var fleira en orðheppni Loga sem vakti athygli. Hann skartaði forláta póló-bol í útsendingunni og vöktu upphandleggsvöðvar hans töluverða athygli, til að mynda á Twitter.
Minn maður @logigeirsson er með ruddalega bísa #SjáumÞaðBjarta #emruv pic.twitter.com/f79mUntIz5
— Maggi Peran (@maggiperan) January 19, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Logi er núna í ljótasta polobol sögunnar. Keypti hann á 8 milljónir fyrir 2 dögum. Kostar núna 2.990 á útsölu. #handbolti #emrúv
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 19, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona og umsjónarmaður EM-stofunnar birti myndband af Loga fyrir útsendingu þar sem hann sést þjálfa upphandleggsvöðvana. „Hér leggja menn sig fram í undirbúningi fyrir EM-stofu, sagði Þóra en á því má sjá Loga með handlóð. Ljóst er að Logi, sem á sínum tíma lék 97 landsleiki fyrir Ísland, heldur sér í góðu formi þó handboltaskórnir séu komnir á hilluna.
Hér leggja menn sig fram í undirbúningi fyrir EM stofu. @logigeirsson #emruv pic.twitter.com/Ic6PDXsPT0
— Thora Arnorsdottir (@ThoraArnors) January 19, 2016