fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Mannréttindalögfræðingur gagnrýnir umfjöllun RÚV um Atla: Segir fréttaflutning einkennast af hefndarþorsta

Auður Ösp
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur gagnrýnir umfjöllun RÚV um uppreista æru Atla Helgasonar og segir hana einkennast af hefndarþorsta. Líkt og DV greindi frá í gær er Atli nú með óflekkað mannorð í skilningi laganna og hyggst hann fá málflutningsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur fyrir að hafa orðið Einar Erni Birgissyni að bana í nóvember árið 2000.

Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu. Miklar umræður hafa skapast um málið undanfarin sólarhring og fjölmargir einstaklingar tjáð skoðun sína á máli Atla á samfélagsmiðlum.

Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Ernis er einn af þeim sem hafa tjáð skoðun sína en hann var í viðtali við Fréttablaðið þar sem hann sagði að fréttirnar hefðu verið eins og „blaut tuska í andlitið“: „Hann hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu útsmoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir.“

Katrín tjáir sig um málið í færslu á facebooksíðu sinni og gagnrýnir þar umfjöllun Kastljóss: „Mér finnst helst til of mikill hefndarþorsti grundvalla þennan mikla fréttaflutning RÚV af máli Atla Helgasonar,“ ritar hún.

Hún segir umfjöllunin ýta undir hefndarþorsta: „Fyrsta frétt og Kastljósumfjöllun um það að maður, sem hefur setið af sér sinn dóm, geri tilraun til að fá lögmannsréttindi. Er það til annars en að kalla eftir viðbrögðum sem byggjast á hatri og gremju?“

Þá hvetur hún fólk til að sýna nærgætni í umræðunni. „Þrátt fyrir að þarna hafi verið framinn óhugnalegur glæpur verður einhvern tímann að linna og leyfa fólki sem lifir að halda áfram, næg hlýtur byrðin að vera af því að hafa framið slíkan glæp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“