fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Helga finnst að kennarar eigi að vera „viðbjóðslega vel launaðir“

„Fátækasti krakkinn í hverfinu á að geta orðið hagfræðingur eða hvað sem hann vill“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var algjör tossi, hrökklaðist úr menntaskóla vegna þess að ég valdi nám sem ég hafði ekki áhuga á en ég hef frekar lært upp á eigin spýtur. Áhugi er svo sterkur drifkraftur en það er lexía sem ég hafði ekki lært á þessum tíma,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata en hann telur þegar kemur að fjárveitingum til menntamálakerfisins hér á landi þá þurfi fólk svigrúm til að gera mistök og skipta um skoðun. Skoðanir hans á menntamálum má að miklu leyti rekja til hans eigin skólagöngu en hún var svo sannarlega ekki vandræðalaus.

Í samtali við Stúdentablaðið kemur fram að Helgi hefur róttækar skoðanir á þessum málaflokki. „Ég er óttalegur menntakommi. Mér finnst að kennarar ættu að vera það viðbjóðslega vel launaðir að það valdi öfund í samfélaginu og að allir hafi aðgang að þeirri menntun sem þeir vilja. Það er auðvitað bara mín skoðun og ekki endilega allra Pírata,“ segir Helga og viðurkennir um leið að hafa sjálfur verið svo kallaður „drop out“ í skóla.

Þá ítrekar hann að það megi síst af öllu spara í menntakerfinu en engu að síður þurfi ekki að vera hámarksnýting á því fé sem þar fer inn. „Mikilvægast finnst mér að menntakerfið sé bara nógu fjandi vel fjármagnað og mér finnst allt í lagi að það sé ekki hámarksnýting á fé þegar kemur að menntun. Fólk þarf svigrúm til að gera mistök og skipta um skoðun.“

„Menntun er besta jafnaðartæki sem til er og jafnframt það sanngjarnasta. Fátækasti krakkinn í hverfinu á að geta orðið hagfræðingur eða hvað sem hann vill án þess að það þurfi að vera einhver rómantísk kraftaverkasaga,“ segir Helgi jafnframt en lesa má viðtalið í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað