fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Lína Birgitta: „Það að ég hafi boðið mér bæði andlega og líkamlega uppá þennan ógeðslega sjúkdóm er það versta sem ég hef gert sjálfri mér“

Hefur barist við búlimíu um árabil – „Ég er orðin það flink að ég þarf ekki einu sinni að kúga mig lengur“ – Þakklát fyrir að vera á batavegi

Auður Ösp
Mánudaginn 18. janúar 2016 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur þá upplifi ég þetta þannig að það er ákveðin rödd sem kemur upp í hausinn á mér sem segir mér að kasta upp, því ég á eftir að fitna svo mikið af þessu sem ég var að borða ef ég losa mig ekki við fæðuna. Þetta er eins og ég segi, geðsjúkdómur sem heltekur mann,“ segir Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir en hún hefur háð erfiða baráttu við átröskun síðan á unglingsárum. Hún er á batavegi í dag en viðurkennir að sjúkdómurinn sé afar lúmskur og hvetur hún fólk til að vera meðvitað um þá gríðarlegu útlitsdýrkun sem ríkir í samfélaginu.

Lína Birgitta skrifar einlæga færslu á bloggsíðu sína um baráttu sína við sjúkdóminn. Hún segist lengi hafa barist við útlitsdýrkun og hefur barátta henanr við átröskun staðið yfir síðan á unglingsárum, eða síðan í 8.bekk grunnskóla. „Ég borða mat, ég kúga mig eftir hann og kasta honum upp til að verða ekki feit. Ég er orðin það flink að ég þarf ekki einu sinni að kúga mig lengur, ég einfaldlega halla mér fram og ég kasta upp. Svo er ég líka orðin svo ógeðslega heppin, að þegar ég fæ hiksta þá kasta ég ósjálfrátt upp. Þvílíka tæknin sem ég hef þróað með mér í gegnum allan þennan tíma,“ segir Lína og ítrekar að búlimía sé einn „mesti viðbjóður“ sem hún viti um.

„Það að ég hafi boðið mér bæði andlega og líkamlega uppá þennan ógeðslega sjúkdóm er það versta sem ég hef gert sjálfri mér. Ég vildi óska þess að ég gæti talað við sjálfa mig með því hugarfari sem ég hef í dag gagnvart sjálfri mér á þessum tíma sem ég byrjaði að kasta upp. Því það að þróa með sjálfum sér svona veiki er hræðilegt. Það á engin manneskja að upplifa sjálfa sig það slæma að hún beitir slæmum brögðum til að „laga” sig.“

Hún kveðst hafa verið „bollubarn“ þegar hún var yngri og sótti í mat og sætindi. „Þegar ég eltist þá lenti ég í slæmri lífsreynslu og varð rosalega þunglynd. Ég byrjaði á þunglyndislyfjum og fitnaði í kjölfarið um 12 kíló. Það eitt og sér gefur okkur það að ég var orðin frekar mjúk í holdum. Út frá því, þá fékk ég að heyra það af og til að ég væri feit, að ég væri of þung til að geta gert hitt og þetta og það versta var að mér var stundum strítt undan fitu. Það ýtti mér ennþá neðar og ég fitnaði meira,“ ritar hún jafnframt og bætir við að eftir að afa uppgvötvað það að kasta upp eftir máltíðir hafi hún grennst og því gylgdu hrós frá fólkinu í kringum hana. Úr varð vítahringur því hún sótti í hrósin.

„Þetta var byrjunin á sjúkdómnum en hann hefur fylgt mér til dagsins í dag og kemur í lægðum. Það er mjög auðvelt að fela sjúkdóminn því maður kveikir á vaskinum eða þykist fara í sturtu og kastar upp, þannig að enginn heyrir neitt. Búlemíu sjúklingar er ekki allir grannir, við erum í öllum stærðum og gerðum og það blekkir fólk og fær það til að hugsa að það sé ekki veikt því það er ekki að “hrynja í sundur”. Ég gæti verið spikfeit en samt verið með búlemíu! Þess vegna er þessi sjúkdómur svo ósýnilegur.“

Lína er á batavegi í dag og er meðvituð um sjúkdóminn. Hún lifir heilbrigðu lífi að eigin sögn en sjúkdómurinn á þó til að láta á sér kræla. „Búlemíu sjúklingar taka „ælu tímabil“ eins og ég kalla það og kasta upp nokkrum sinnum á dag í nokkra daga og taka svo hlé í nokkra daga, viku eða jafnvel mánuð. Í hvert einast skipti þegar ég er í „hléi“ þá hugsa ég alltaf: „Það er ekkert að mér, ég er ekki með búlemíu! Ég er ekki búin að kasta upp í 2-3 vikur”. En það er mjög eðlilegt fyrir búlemíu sjúkling að hugsa svona.“

Hún segir að þó að hún sé ekki fyllilega laus við sjúkdóminn í dag þá sé hún engu að síður þakklát fyrir að vera á batavegi. „Ég óska öllum þeim sem eru í þessari stöðu, bata því þetta er helvíti. Maður er með fitu á heilanum allan daginn, alla daga! Ég er loksins, loksins, loksins búin að sætta mig við sjálfa mig og er án gríns farin að þykja vænt um litlu “bumbuna” mína sem hefur alltaf gert mig geðveika síðan ég man eftir mér. Ég geri mitt besta til að hrósa sjálfri mér þegar ég horfi í spegilinn. Afhverju ekki að segja eitthvað jákvætt og sætt í staðinn fyrir eitthvað neikvætt og ljótt? Þótt þú trúir þér ekki og finnst kjánalegt að tala fallega um þig fyrir framan spegilinn, haltu samt áfram að hrósa þér og þú ferð að trúa sjálfri/sjálfum þér á endanum! Ég er svo innilega þakklát fyrir að vera á batavegi og vera loksins sátt í eigin skinni. Þvílíkt frelsi.“

Þá segir hún mikilvægt að hafa í huga hversu mikil útlitsdýrkun sé í samfélaginu. „Samfélagið er búið að brengla okkur svo mikið þegar það kemur að útliti að við þekkjum nánast ekki lengur muninn á réttu og röngu! Tökum málin í okkar eigin hendur og gerum okkar besta til að samþykja okkur sjálf. Við erum svo miklu meira en bara holdið okkar. Við erum andlegar verur sem blómstra í jákvæðu og uppbyggjandi umhverfi. Berum virðingu fyrir hvort öðru og sjáum það fallega í hvort öðru. Verum þakklát fyrir það að vera hluti af þessum heimi þrátt fyrir að við upplifum okkur sjálf öðruvísi.“

Hér má lesa færslu Línu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað