fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Brynhildur hvetur fólk til að minnka neyslu á dýraafurðum

„Ef við raunverulega ætlum að takast á við loftslagsbreytingar og aðra umhverfisvá verðum við að minnka neyslu á dýraafurðum“

Auður Ösp
Föstudaginn 15. janúar 2016 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Framleiðsla dýraafurða í heiminum losar meira af gróðurhúsalofttegundum en allur samgönguflotinn samanlagt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir þingmaður og varaformaður þingflokks Bjartrar Framtíðar en á fésbókarsíðu sinni skrifar hún áhugaverða hugleiðingu þar sem hún bendir á að framleiðsla á kjöti og mjólkurafurðum hafi verulega neikvæð umhverfisáhrif.

„Sífellt meira landsvæði fer í að rækta dýrafóður með tilheyrandi skógarhöggi og eyðileggingu á viðkæmum vistkerfum,“ ritar Brynhildur og segir nauðsynlegt að grípa í taumana. „Ef við raunverulega ætlum að takast á við loftslagsbreytingar og aðra umhverfisvá verðum við að minnka neyslu á dýraafurðum. Jörðin stendur einfaldlega ekki undir því að allir borði kjöt og mjólkurvörur í sama mæli og nú er.“

Hún viðurkennir að hafa sjálft átt í vandræðum með að draga úr neyslu á dýraafurðum en það standi til að bæta úr því. „Ég hef verið að vandræðast með þetta mál og örlað á samviskubiti því ég sé ekki fram á að geta orðið grænmetisæta, ég er bara of mikið fyrir kjöt og rjóma en hef markvisst reynt að minnka kjötneysluna.“

„Ég get þó ekki gengið alla leið og hef spurt mig hvort ég geti raunverulega sagst hafa áhuga á umhverfismálum og að ég leggi mitt af mörkum ef ég get ekki einu sinni neitað mér um kjöt af og til,“ segir Brynhildur jafnframt en hún skilgreinir sig sem „reducetarian“ en þeir sem falla í þann flokk hafa ákveðið að draga meðvita úr neyslu á dýraafurðum svosem kjöti og mjólkurvörum en gefa þær þó ekki algjörlega upp á bátinn.

„Þá væri ég líka mikið til í að sjá rannsókn á umhverfisáhrifum íslenskrar framleiðslu,“ segir Brynhildur og bætir við að það gæti orðið áhugaverð pæling.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“