Íþróttafréttamaðurinn rak upp skrækt öskur í leik Liverpool og Arsenal – Skipt út fyrir öskrið í Psycho og fleiri þekktum kvikmyndum
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson rak upp hávært og skært öskur þegar hann lýsti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Öskrið hefur nú verið notað í bráðskemmtilegt myndband með brotum úr þekktum kvikmyndum.
Leikurinn var á milli stórliðanna Liverpool og Arsenal og var hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Um miðjan fyrri hálfleik fékk Olivier Giroud, sóknarmaður Arsenal, sannkallað dauðafæri til að koma sínum mönnum í forystu. Giroud klúðraði hins vegar fyrir framan opnu marki og rak lýsirinn upp hávært öskur.
Öskrið vakti strax mikla athygli og hefur því nú verið skellt saman við mörg fræg atriði í kvikmyndasögunni. Má þar nefna atriði úr Lord of the rings, Inglourious basterds og sturtuatriðið í Hitchcock-kvikmyndinni Psycho, sem er eitt frægasta öskuratriði allra tíma.
Hér má sjá myndbandið sem kallað er „The Gummhelm Scream.“