fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Táraflóð í The Voice: Sýrlensk stúlka syngur um stríðshrjáð börn

Barst í grát eftir að dómari snéri stól sínum við – Söng lagið „Give us Childhood, Give us Peace“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. janúar 2016 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ghina Bou Hemdan, níu ára stúlka frá Sýrlandi, hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eftir að hún tók þátt í arabísku útgáfu sjónvarpsþáttarins The Voice Kids og flutti lagið „Give us Childhood, Give us Peace.“

Hemdan átti þó erfitt með að klára lagið þar sem hún barst í grát eftir að einn dómari snéri stól sínum við. Dómarinn, söngkonan Nancy Ajram, hljóp þá upp á sviðið og hélt utan um Hemdan á meðan hún kláraði lagið.

Hinir tveir dómarnir snéru svo stólum sínum einnig við til að sjá stúlkuna og hjálpa henni að klára lagið. Áhorfendur og dómarar voru yfir sig hrifnir af flutningi stúlkunnar og stóðu upp og klöppuðu ákaft fyrir henni.

Þátturinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni MBC í síðustu viku. Lagið tileinkaði Hemdan þeim börnum sem enn búa við stríðsástandið í heimalandi hennar. „Give us Childhood, Give us Peace“ var upphaflega flutt af Remi Bandali á meðan borgarastríðið í Líbanon stóð yfir, á árunum 1975 til 1990.

Hér má sjá myndband af flutningi Hemdan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=-lMWD-mxCRM?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“