fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Rökkvi fékk yfir sig holskeflu af skömmum og svívirðingum

Vill breyta merkingu rótgróins orðs

Auður Ösp
Miðvikudaginn 13. janúar 2016 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú breytir ekkert endilega heiminum á einum degi en þetta er að minnsta kosti eitthvað fyrir fólk til að hugsa um og sjá þetta út frá öðrum vinkli,“ segir Rökkvi Vésteinsson uppistandari og útvarpsmaður en hann vill vekja fólk til umhugsunar um notkun á orðinu „drusla“ sem oftar en ekki er notað í neikvæðri merkingu um konur.

Í pistli sem birtist á Spegill.is viðurkennir Rökkvi að hafa sjálfur notað þetta orð yfir konu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum og svívirðingum. Nú hef ég alltaf stutt kynfrelsi kvenna, karla og allra sem njóta samþykkis annarra í því sem þau gera “på sengekanten”. Það er vissulega fáránlegt að kalla fólk “druslur” fyrir að eiga marga bólfélaga (í mörgum tilvikum sennilega bara öfundsýki) og mér hefur alltaf fundist druslugangan frábært framtak.“

Hann bendir á að orðið „drusla“ þýði að ganga illa um. „Rétt eins þegar og mamma og pabbi skömmuðu mann kannski fyrir að vera “drusla” ef herbergið manns var allt í drasli þegar maður var krakki. Að vera drusla í upphaflegu samhengi hefur ekkert að gera með hvað maður á mikið af dóti, heldur hvernig maður gengur um það og hvernig maður skilur það eftir sig.“

Þá bendir jafnframt á að allir geta verið „druslur.“ Ef þú kemur ekki fram af virðingu við bólfélaga þína, þá ertu drusla, því meiri drusla sem þeir eru fleiri og því verr sem þú kemur fram. Menn sem „hözla” konur með að ljúga að þeim, veita þeim falskar vonir, pikka þær upp þegar þeir vita að þær myndu vita betur ef þær væru meira edrú og koma síðan illa fram við þær eftir á, þeir eru druslur, ekki „hözlerar”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“