fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Frægir minnast David Bowie

Íslenskar stjörnur kveðja goðsögnina

Indíana Ása Hreinsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn David Bowie er látinn, 69 ára að aldri. Bowie snart hug og hjörtu fólks um allan heim og hefur fjöldi manns heiðrað minningu hans síðasta sólarhinginn með fallegum kveðjuorðum. Fjöldamargir þekktir Íslendingar minnast látinnar stjörnu.

Mynd: © DV ehf / Ásgeir M Einarsson

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson þakkar Bowie einfaldlega fyrir með lista yfir 15 bestu lög tónlistarmannsins að hans mati:

  1. Heroes
  2. Quicksand
  3. Life on mars
  4. Five years
  5. Time
  6. Wild is the wind
  7. Port of Amsterdam
  8. Space Oddity
  9. Ashes to ashes
  10. Prettiest star
  11. Lady stardust
  12. Alladin Sane
  13. Moonage daydream
  14. The man who sold the world.
  15. Ziggy stardust

„Maðurinn með þúsund lúkkin er látinn. Lengi lifi Ziggy Stardust.“
Valur Heiðar Sævarsson tónlistarmaður

„Mikill meistari er fallinn, blessuð sé minning hans. Á svo margar minningar sem tengjast lögunum hans. Óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa tónlistina hans og texta.“
Birgitta Jónsdóttir Pírati

„Mikill meistari farinn yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning Bowie.“
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður

Mynd: ©Mummi Lu

„Sorgardagur …“
Bo Halldorson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Planet Earth is blue …
Ég kynntist David Bowie fyrir alvöru í Grænuhlíðinni 1980. Þar bjó Gunnar Örn vinur minn á fyrstu hæð. Í kjallara var sérherbergi og þar ríkti Snorri, eldri bróðir Gunnars. Snorri hélt mikið upp á Bowie, platan Scary Monsters var nýkomin út og hafði snúist látlítið á grammófóni Snorra. Gunnar var á þessum tíma hallur undir blús, en farinn að gefa Bowie gaum eftir trúboð af hendi bróður síns.
Gunnari fannst að ég yrði að heyra þessa nýju skífu og læddumst við niður til Snorra einn eftirmiðdaginn þegar hann var fjarverandi, sem var áhættauatriði því herbergið var forboðið. Þar sátum við drykklengi undir söng Bowies, sem fangaði mig smátt og smátt. Hlýddum við einnig á Lodger og Low.
Við gættum þess auðvitað að setja plöturnar fagmannlega á fóninn, þannig að miðinn skaðaðist ekki, nálina lögðum við varlega niður svo að ekki rispuðust gersemarnar og albúmin höndluðum við eins og hvítvoðunga. Ég efast um að Snorra hafi grunað nokkuð.
Nú sest ég niður með kaffi …“
Stefán Hilmarsson tónlistarmaður

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„NOOOOOOOO David just passed away, I have no words … been a HUGE fan of him since I was very little. The world has lost a true legend.“
Svala Björgvins

„Aldrei hvarflað að mér að hann væri dauðlegur.“
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fyrrverandi bæjarfulltrúi, Margrét Gauja Magnúsdóttir, birtir brot úr kvikmyndinni Labyrinth sem hún segist fyrst hafa séð í Stjörnubíói með Svölu Björgvins. „Svo horfðum viđ hana ca. 10.000 aftur og gerum enn. Takk fyrir allt David Bowie.“

„Vá – hann dó eins og hann lifði – sem listaverk í sjálfu sér. Poppland verður helgað David Bowie í allan dag.“
Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Mikill meistari fallinn frá. David Bowie RIP.“
Kristjana Stefánsdóttir söngkona

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Góða ferð, geimfari.“
Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur

Hannes Friðbjarnarson
„Ég fékk ryk í augun í morgun þegar ég las um fráfall David Bowie. Ég var 11 ára þegar ég heyrði lagið Absolut Beginners og um leið fór plakat af honum á vegginn. Svo var ég nokkur ár að vinna mig í gegnum katalóginn sem kom á undan. Varð fyrir gríðarlegum áhrifum og hef alltaf elskað Bowie sem listamann. Hann kenndi manni bæði hvað það er mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér sem og að það þurfi ekki allt að vera meistaraverk. Þó meirihluti hans verka séu meistaraverk.
Buffið var í eyjum alla helgina og það var merkileg tilviljun að Bowie kom reglulega upp í umræðunni. 
Tónleikarnir í Laugardalshöllinni 1996 voru frábærir þó margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með að heyra ekki alla hittarana. Bowie var mikilvægara að standa ekki í stað. Alltaf í þróun. 
Einn mesti áhrifamaður poppsögunnar og tískunnar.
Takk fyrir mig Starman.“
Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður

„Ég er ekki viss um að ég vilji búa í heimi án David Bowie.“
Björn Teitsson blaðamaður

„Sándtrakk æsku minnar. Far vel meistari Bowie,“ skrifaði útvarpsmaðurinn Frosti Logason og deildi myndbandinu Ashes to Ashes.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég get ekki sagt að ég hafi fengið neitt sérstaklega strangt tónlistarlegt uppeldi. En ef það var eitthvað uppeldi í þessa veru eða foreldrar mínir höfðu sterk áhrif á mig þegar það kom að tónlist þá var það David Bowie. Eitt það síðasta sem ég gerði í gærkvöldi var að hlusta á einhverja a capella útgáfu af Under pressure sem ég rakst á – og dást að röddinni hans (og auðvitað Freddie Mercury). Svo vakna ég og kemst að því að hann er látinn. Ég er í sjokki.
Ég man ennþá eftir því að hafa heyrt Space Oddity í fyrsta skipti. Þetta var e-ð alveg nýtt. Og melodian í Heroes. Out of this world. Og svo er það stíllinn og öll listin í kringum hann. 
Megi einn besti tónlistarmaður allra tíma hvíla í friði og tónlistin hans lifa að eilífu.
Let the children lose it
Let the children use it
Let all the children boogie.“
Diljá Ámundadóttir

Mynd: gunnigunn birtingur gunnigunn

„Sorgleg tíðindi á mánudagsmorgni. Ég held að Bowie hafi kvatt á þann hátt sem hann vildi í síðustu viku. Snillingur.“
Gunnar Hilmarsson hönnurður

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Mann setur hljóðan. Hinsta kveðja hans til okkar er afar óvænt – en jafn stórfengleg og ætla mátti. Heimurinn er fátækari að honum gengnum. Við lútum í gras. Hvílíkur listamaður!“
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað