fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Þekktir Íslendingar minnast David Bowie: „Hérna sit ég á hóteli í New York og er að gefa Bowie sígó!“

Lýst sem jarðbundnum og hógværum

Auður Ösp
Mánudaginn 11. janúar 2016 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir hafa minnst stórstjörnunnar David Bowie eftir að fréttir bárust af andláti hans í gær. Meðal þeirra eru fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar sem lýsa kynnum sínum af söngvaranum eða því hvernig list hans hefur snert þá í gegnum tíðina.

Líkt og DV greindi frá í morgun var tilkynnt um andlát tónlistarmannsins á Twitter en hann hafði í 18 mánuði barist við krabbamein. Var hann 69 ára gamall er hann lést. Gaf hann alls út 25 plötur en á meðal þekktra laga úr smiðju hans má nefna Ziggy Stardust, Young Americans, Heroes og Fame. Þá lék hann einnig í kvikmyndum og þótti slunginn viðskiptamógull.

Hélt áfram að gera magnaða hluti

Ragnar Bragason leikstjóri er einn þeirra sem tjáir sig um andlát Bowie. Á facebook síðu sinni ritar hann:

„Meistarinn fallinn frá og heimurinn mun fátækari fyrir vikið. Engin listamaður hefur fært mér fleiri ánægjustundir. Gleymi því aldrei þegar ég barði hann fyrst augum. Mamma fór með mig í bíó á Súðavík í forvarnarskyni að sjá Dýragarðsbörnin og ég varð fyrir uppljómun þegar hann steig á svið. Það eru svo mörg lög sem mig langar að skilja eftir hérna handa ykkur, Heroes, Quicksand, Starman, Five Years, Ashes to Ashes… en fyrir nokkrum dögum póstaði ég hans nýjasta sem í dag tekur á sig aukna merkingu við þessa sorgarfregn,“ segir Ragnar og á þar við lagið Lazarus, seinasta laginu sem Bowie gaf út áður en hann lést. „Hann hélt áfram að gera magnaða hluti, allt til dauðadags.“

Enginn hroki og engir stælar

Þá rifjar Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar Framtíðar þess þegar hann hittir Bowie í eigin persónu á myndlistarsýningu í London og varð gjörsamlega uppnumin.

„Fór einu sinni á myndlistarsýningu í London ásamt minni fyrrverandi. Það var enginn þar inni nema eitt annað par. Maðurinn var lágvaxinn í þykkri svartri úlpu og konan há og grönn fyrirsætutýpa. „Þetta finnst mér vera flottasta skúlptúrverk í Bretlandi,“ sagði maðurinn við okkur, brosmildur og vinalegur, þar sem við stóðum öll og virtum fyrir okkur verk sem var herbergi hálffullt af spegilsléttri svartri olíu. Förunautur minn og þessi maður hófu að spjalla og spjölluðu saman í dágóða stund um verkið og þýðingu þess, lífið og tilveruna,“ segir Guðmundur en hann segist hafa staðið hjá á meðan „blóðrauður í framan og sveittur á efri vörinni.“

„Ég var nefnilega búinn að átta mig á því hver maðurinn var, í gegnum þykka úlpuna. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf stunið upp orði og ef ég ætti að segja eitthvað þá yrði það að vera eitthvað ógeðslega merkilegt, fannst mér, eitthvað ódauðlegt, eitthvað sem hann myndi alltaf muna eftir, en það kom ekki neitt. Ekki múkk. Það ríkti fullkomið panik í hjartanu. Ég var lostinn eldingu. Þetta var David Bowie,“ segir Guðmundur jafnframt og bætir við að samferðakona hans hafi þó verið algjörlega grunlaus um hvern var að ræða. „Hélt bara að þetta væri vinalegur maður að spjalla, sem hann einmitt var. Enginn hroki, engir stælar, bara vinalegt spjall. Fyrir utan áttaði hún sig, þegar ég sagði henni það. „Vissirðu að þetta var David Bowie?“ sagði ég. „Nei,“ sagði hún. „Guð minn almáttugur.“ Hún hné næstum niður í götuna af geðshræringu. Hvílíkur meistari sem þessi maður var. Hvílík stjarna. Hvílíkur skapari og áhrifavaldur. Hann mun alltaf lifa.“

Kom vel fyrir

Á heimasíðu sína ritar Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamála- og dómsmálaráðherra söguna af því þegar hann hitti Bowie á listahátíð hérlendis, 20. júní 1996. Segir hann að Bowie hafi verið snillingur og magnaður listamaður og einkar hógvær. „Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“

„Í stuttu samtali var Bowie eins og margir aðrir heimsfrægir menn hógvær og velviljaður. Virtist hann hafa fullan hug á að koma hingað aftur til að kynnast landinu betur í fylgd með eiginkonu sinni.Þegar við kvöddum hann var klukkan farin að halla í tvö eftir miðnætti og morguninn eftir var ferðinni heitið snemma morguns til Frankfurt, þar sem síðdegis átti að sinna sjónvarpsviðtölum og búa sig undir tónleika á laugardeginum. Hefur Bowie verið á sífelldu ferðalagi með tveimur stuttum hléum síðan í ágúst 1995 og haldið að meðaltali þrjá stórtónleika í viku hverri í nýju landi eða borg í hvert sinn.“

„Ég ýtti hugsunarlaust á takkann og breytti lífi mínu“

Sindri Freysson rithöfundur hitti að eigin sögn Bowie á svítu á Rihga Royal Hotel „á hlýjum vordegi í New York nokkru fyrir tuttuguogsex ára afmælið mitt.“

„Við sátum andspænis hvor öðrum í hátt í klukkutíma við borð hliðina á stórum glugga og hann svaraði öllum spurningum mínum með óviðjafnanlegri blöndu af skarpri greind og skemmtilegri kímnigáfu. Ég hripaði svörin kappsamlega niður í skrifblokkina og upptökutækin tvö sem ég hafði meðferðis til að ekkert myndi klúðrast rúlluðu áfram. Við reyktum báðir og þegar hann kláraði Marlboro Lights-pakkann sinn þáði hann Winston Lights hjá mér og ég hugsaði með mér; fjandakornið, hérna sit ég á hóteli í New York og er að gefa Bowie sígó!“

Sindi kveðst hafa verið á leiðinni að hitta í 14 ár þegar fundurinn átti sér stað. Lífið gæti verið verra. „Ég var aðeins ellefu ára þegar ég sat eitt mánudagskvöld með svarta kassettutækið sem ég fékk í jólagjöf (systir mín fékk alveg eins tæki því ekki má mismuna börnunum) og tók upp vinsælustu lögin úr útvarpsþætti. Um leið og umsjónarkonan kynnti Life on Mars með David Bowie kallaði mamma á mig í matinn. Ég kannaðist ekki við nafnið, hikaði og horfði á rauða takkann samlitan tökkunum í Moskvu og Washington sem nota mátti til að sprengja upp heiminn og vissi ekki hvort ég ætti að ýta eða ekki og mamma kallaði á mig í matinn og ég ýtti hugsunarlaust á takkann og breytti lífi mínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað