fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Björgólfur Thor á minningarathöfn Lemmy úr Motorhead

Mynd af athafnamanninum birtist á vef Vice

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. janúar 2016 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir var á meðal þeirra fjölmörgu sem viðstaddir voru minningarathöfn Lemmy Kilmister, söngvara rokksveitarinnar Motorhead, sem lést eftir langvinn veikindi eftir jólin. Mynd af Björgólfi í minningarathöfninni birtist meðal annars á vef tímaritsins Vice. Myndin er númer níu í slóðinni hér að framan.

Í umfjöllun Vice kemur fram að aðdáendur, vinir og ættingjar Lemmy hafi verið vistaddir minningarathöfnina sem fram fór í Los Angeles, en á myndinni sést Björgólfur með blómvönd í fanginu.

DV hafði samband við Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs, sem einnig hafði séð myndina en hún hafði ekki frekari upplýsingar um málið. Þess má geta að í bók Björgólfs, Billions to Bust and Back, er tilvísun í eitt þekktasta lag Motorhead, Ace of Spades. Gefur það til kynna að Björgólfur hafi verið dyggur aðdáandi sveitarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“