fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

„Ég gat ekkert leitað og átti hvorki trúnaðarvin né vinkonu“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. ágúst 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir var fyrsta íslenska transkonan sem kom fram fyrir augu þjóðarinnar, bein í baki, stolt og loksins byrjuð að lifa í sínu rétta kyni. Viðtalið birtist árið 1994 í Nýju Lífi og vakti mikla athygli. Anna var önnur íslenska konan sem gekkst undir kynleiðréttingu, en sú fyrsta hefur aldrei kosið að koma fram í fjölmiðlum. Anna og Ragnheiður Eiríksdóttir blaðakona, hittust á kaffihúsi, drukku kaffi, borðuðu belgískar vöfflur og ræddu saman um lífið og tilveruna.

Anna Kristjánsdóttir fæddist 30. desember árið 1951 í Höfðaborginni í Reykjavík og var alin upp að hluta í Mosfellsdalnum. Hún fæddist í líkama lítils drengs, en vissi samt alltaf að hún væri kona. Fjölskyldan taldi átta manns, en Anna var yngst, og öll bjuggu þau saman í aðeins 39 fermetrum. „Það þótti ekkert tiltökumál á þessum tíma. Auðvitað var þröngt um okkur, en einhvern veginn virkaði það.“

Streittist á móti

Anna vissi alltaf að hún væri kona, en á unglingsárunum byrjaði flóttinn fyrir alvöru. „Pælingarnar um mitt rétta eðli urðu sterkari og skýrari með kynþroskanum. Ég gat ekki sagt neinum frá þessu og vissi ekki um neinn í sömu sporum. Ég streittist á móti af öllum kröftum og fór 14 ára á sjóinn, strax að loknu skyldunámi. Það var svo sem ekkert óeðlilegt á þeim tíma að krakkar færu að vinna þetta snemma.“ Seinna fór Anna í landspróf í Gaggó Vest, en eftir það kom hún sér á togara. „Sjórinn var hluti af flóttanum. Ég gat ekki komist lengra frá heiminum, frá hugsunum og stöðugum pælingum. Á svona flótta verður tilhneiging til að fara í átt að ofurkarlmennsku – og sjórinn er einmitt þannig staður. Svo festist ég bara á sjónum og þvældist milli báta og togara.“

Tvítug fór Anna í Vélskólann og lauk þaðan prófi vélstjóra. Það gekk lítið að bæla niður vangaveltur um að hún væri kona í líkama og lífi karlmanns. „Ég gat ekkert leitað og átti hvorki trúnaðarvin né vinkonu.“ Hún hélt á tímabili að hún væri kannski hommi – tilvist þeirra var jú viðurkennd á þessum árum þó að örfáir væru komnir út úr skápnum. „Ég kannaði það mál, en það reyndist ekki vera. Þegar ég var um 16 ára, að mig minnir, komst ég að því að úti í heimi hefðu verið framkvæmdar aðgerðir á fólki. Ég sá heimildamynd í Laugarásbíói, þar sem meðal annars var fjallað um April Ashley, eina fyrstu transkonuna í Bretlandi sem fór í kynleiðréttingu. Hún hafði verið á sjó, farið í sjóherinn og gengið í gengum ýmislegt fyrst. Hennar uppvöxtur virtist dálítið áþekkur mínum, þó að reyndar hafi leið hennar svo legið í fyrirsætubransann á meðan ég hélt áfram á sjónum. Þarna sá ég eitthvað sem hægt var að stefna að.“ Anna reyndi að kynna sér málin frekar, en komst fljótlega að því að kostnaður við aðgerð væri það mikill að líklega yrði hún áfram fjarlægur draumur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið