fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Má ekki láta árásarmanninn vinna

„Við erum rosalega heppin á Íslandi hvað það er mikil hjálp í boði“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður þarf bara að vera rosalega sterkur og ekki láta árásarmanninn vinna þó að nauðgunin eigi sér stað, þá getur maður farið í meðvirkni með honum.“

„Ég held að ef að þjóðfélagið opnar á umræðuna þá fara fleiri karlar að stíga fram,“ segir Ólafur Helgi Móberg fatahönnuður. Ólafur Helgi var á fyrsta ári í tískuhönnunarnámi í Mílanó á Ítalíu þegar honum var nauðgað. „Ég var þarna að kynnast borginni og var úti á lífinu með vinunum. Þegar ég var á heimleið þá rekst ég á strák og ákveð að taka áhættuna að tala við ókunnugan. Svo setjumst við inn í lítinn garð og hann vill að ég eigi við sig munnmök sem ég neitaði. Þegar ég er að ganga í burtu er ég tekinn hálstaki.“ Ólafur Helgi segist hafa óttast um líf sitt og ekki þorað öðru en að hlýða skipunum árásarmannsins. „Svo fór ég að hugsa hvort hann myndi reyna að drepa mig þegar hann væri búinn að þessu og þá ákvað ég að stökkva til og hlaupa í burtu. Ég vildi frekar að hann dræpi mig við að flýja en að bíða eftir að hann kláraði.“

Ólafur Helgi var alla nóttina að komast heim, hann rakst á lögregluþjóna sem vildu ekkert með hann hafa og bentu honum að fara á lögreglustöð sem var hinum megin í borginni. Þegar hann komst að lokum heim til sín þá hringdi hann í vinkonu sína á Íslandi: „Á leiðinni heim missti ég vonina um að ég gæti tekist á við þetta og ætlaði ekki að hringja í neinn. Ég man ekki hvað varð til þess að ég hringdi í vinkonu mína og hún leiddi mig í gegnum hvað ég ætti að gera næst, hringja í lögregluna, fara á sjúkrahús og svo hjálpaði námsráðgjafi hjá skólanum mér að fara í gegnum kæruna.“ Ólafur Helgi tók sér veikindafrí frá skólanum í nokkra mánuði en enginn samnemenda hans trúði frásögn hans þegar hann sneri til baka.

„Ég hélt einhvern veginn að ég hefði aldrei tekið þetta það mikið inn á mig. Þetta gerðist 2007, til 2012 fann ég að það var eitthvað að hjá mér. Ég vissi ekki hvað það var,“ segir Ólafur Helgi. Á þessu fimm ára tímabili var hann mjög þunglyndur, sjálfsálit hans var í lágmarki og fór hann því ekki mikið út úr húsi. „Ég tengdi þetta ekki við nauðgunina fyrr en 2012 þegar ég fór á bráðamóttöku geðdeildar, ég vissi ekki hvað var að mér. Þá heyrði ég orðið áfallastreituröskun.“

Þaðan lá leiðin á Stígamót og er Ólafur Helgi afar þakklátur fyrir móttökurnar sem hann fékk þar. „Ég fór bæði í einstaklingsmeðferð og seinna meir í hópmeðferð fyrir karla, sem var uppbyggjandi og gefandi.“

Hann segir oft erfitt fyrir karla að brjóta ísinn þegar kemur að því að ræða ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir en það sé hægt að komast yfir þessi miklu áföll. Stígamót eiga hrós skilið fyrir að gefa út nýjan bækling um karlmenn og nauðganir. „Maður þarf bara að vera rosalega sterkur og ekki láta árásarmanninn vinna þó að nauðgunin eigi sér stað, þá getur maður farið í meðvirkni með honum, þó að þú hittir hann aldrei aftur, má ekki leyfa honum að stjórna lífi manns. Við erum rosalega heppin á Íslandi hvað það er mikil hjálp í boði.“

Í dag er Ólafur Helgi í starfsnámi hjá Brúðarkjólaleigu Katrínar samhliða námi í kjólasaumi í Tækniskólanum. Hann horfir björtum augum á framtíðina og stefnir á að hanna brúðarkjóla, ásamt búningum fyrir leikhús og kvikmyndir. Ólafur Helgi er einnig þekktur sem dragdrottningin Starína og var krýndur Dragdrotting Íslands árið 2003: „Ég er í draghóp sem heitir „Drag-súgur“ og við höfum verið að skemmta á Gauknum einu sinni í mánuði, þannig að þar er einn draumur að rætast,“ segir Ólafur Helgi glaðbeittur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nældu þér í síðasta bókakonfektið

Nældu þér í síðasta bókakonfektið
Fókus
Í gær

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Euphoria stjarna sögð óþekkjanleg

Euphoria stjarna sögð óþekkjanleg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara