fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Lára: Börn í dag miklu betri en foreldrarnir – „Það var farið út í skóg að fokk­ing reykja og drekka spíra á sunnu­dags­eft­ir­mið­degi. Búmm“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2016 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við könn­umst öll við hneyksl­un­ar­pósta á sam­fé­lags­miðlum með myndum af glat­aðri æsku okkar daga, a.k.a. nið­ur­sokknum börnum með nefið ofan í snjall­síma við hlið­ina á myndum af rjóðum barna­hópi úti að leika í „gömlu góðu dag­ana“,“ segir Lára Björg Björnsdóttir í pistli á Kjarnanum. Þar deilir Lára Björg á neikvæðni gagnvart nútímalifnaði og tækninýjum í daglega lífinu sem hafa létt okkar störf.

Pistlar og greinar þar sem deilt er á tækninýjungar og að æska nútímans sé ofvernduð hafa oft vakið athygli. Ekki er langt síðan að Óttar Guðmundsson skrifaði slíkan pistil í Stundina sem fór með himinskautum og margir sem deildu í kommentakerfum þar á hina ómögulegu æsku dagsins í dag og hvað allt var betra í gamla daga. Tekur Lára Björg þetta meðal annars fyrir í pistli sínum og er afar ósammála Óttari. Þar segist hún lífið í gamla daga hafa verið rugl og lofar daginn sem Guð á himnum fann upp snjallsímann.

„Í alvör­unni? Var allt svona full­komið í gamla daga? Voru allir svo fróðir að lesa bækur í stað þess að glápa á youtu­be? Var alltaf gott veður og allir úti allan dag­inn? Svo mikið frjáls­ræði og allt svo miklu betra þá, annað en í dag? Einmitt það. Þessa nostal­g­íu­á­róð­ur­svit­leysu verður að stöðva.“

Lára segir að án aðgangs að internetinu hafi ýmis konar misskilningur átt sér stað og börn alist upp innan um misvitlaust fólk. Eina vonin var að hitta gáfaða frænku eða frænda í fermingarveislu og svo síðar í stúdentaveislu. Þess á milli hafi hún villst í óupplýstri þoku fáfræðinnar.

„Og örygg­ið? Frjáls­ræðið og sak­leysið í gömlu góðu dag­ana? Skemmti­legu leik­irnir úti í götu fram á kvöld? Eigum við ekki að taka smá real talk hérna og kalla þetta það sem þetta var: „Mið­ald­ir“. Allir í bekknum mínum áttu heima­smíðuð vopn og maður minn, þau voru not­uð. Krakkar gengu um með grjót í vös­um, snjó­boltar voru bleyttir og fryst­ir, naglar negldir í spýt­ur, táragasi var sprautað inn í kennslu­stofur og bauna­byssur voru hlaðnar fyrir venju­legan handa­vinnu­tíma á mið­viku­dags­morgni,“ segir Lára og bætir við:

„Á meðan býsnast er yfir bar­daga­tölvu­leikj­unum í dag gleym­ist að á mið­öldum tókum við þátt í einum slíkum í raun­heimum frá því við vorum fjög­urra ára og upp í fimmtán ára. Leik­svæði okkar voru steyptir húsa­grunnar og hopp ofan af annarri hæð ofan í snjó­skafla og steypu­styrkt­ar­járn. Ég lá bein­brotin í heilan dag eftir frí­mín­útur í sjö ára bekk vegna þess að ekki náð­ist í for­eld­rana. Og var látin ganga heim af spít­al­anum með volgt gifsið í rign­ingu. Og myrkri.“
Þá spyr Lára: 

„Ann­að: Ef heimur fer svona mikið versn­andi hví mælist þá miklu minni drykkja og reyk­ingar hjá ung­lingum í dag? Þeir sem halda því fram að í gamla daga hafi börn bara hlaupið beint út í skóg að leika allan dag­inn eiga að come clean hérna: Það var farið út í skóg að fokk­ing reykja og drekka spíra á sunnu­dags­eft­ir­mið­degi. Búmm.“ 

Lára segir að börn sem séu niðursokkin í síma séu oftar enn ekki að gúggla hluti. Þau séu ekki endilega að leggja börn í einelti. Börn í dag standi foreldrum sínum langtum framar:

„Við full­orðna fólkið sjáum um meiri­hlut­ann af því með virkum í athuga­semdum og þegar pistlar á borð við þennan eru diss­að­ir. Börnin okkar aftur á móti eru að lesa alls­konar fróð­leik á net­inu. Ekki að horfa á katta­mynd­bönd eins og við vegna þess að heilar okkar eru skemmdir eftir of mikla landa­drykkju, límsniff og vos­búð í æsku.“ 

Hér má lesa pistil Láru á Kjaranum í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman