Það hefur líf og fjör í fótboltaskóla Barcelona sem hefur verið í gangi á Valsvellinum við Hlíðarenda undanfarna daga en honum lýkur á morgun. Yfir 300 stúlkur hafa tekið þátt í skólanum frá Barcelona og Íslandi. Mjög mikil ánægja ríkir með skólann og hefur veðrið leikið við þátttakendur allan tímann.
Þekktir knattspyrnumenn hafa komið í skólann og kennt stelpunum en landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Bjarnason komu í skólann í dag sem og landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Knattspyrnuakademía Íslands og fótboltaskóli Barcelona hvetja alla til koma og vera við skólaslitin á morgun en athöfnin hefst klukkan 13. Við skólaslitin verður varaforseti FC Barcelona, Carles Vilarrubí Carrió.