fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Ósátt við kjararáð

Launum þingmanna haldið niðri – Snýr sér að lögfræðinni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir er að hætta á Alþingi. Hún tilkynnti ákvörðun sína í byrjun vikunnar og ætlaði allt að verða vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Allir hafa nefnilega skoðun á henni. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti þessa umdeildu konu og ræddi um ferilinn og ýmislegt fleira.

Ég mun starfa með flokknum áfram. Ég er svo pólitísk að ég get aldrei slitið mig alveg frá þessu. Sviðið er laust og ég ætla ekki að vera með einhverja afskiptasemi og leiðindi á kantinum. Svo er pólitík svo miklu meira en þingið og snýst um samfélagið allt. Ég þarf ekki endilega að sitja í steinhúsi við Austurvöll og reyna að búa til lög.“

Hvað ætlarðu að gera núna? Ætlarðu að hella þér út í blómaskreytingar eða lögmennsku?

„Ég veit það ekki, og mér finnst það svo spennandi. Ég hefði nú varla farið út í sex ára háskólanám í lögfræði ef ég ætlaði mér aldrei að nota það. Ég á eftir að ná mér í réttindi héraðsdómslögmanns og hæstaréttarlögmanns. Þegar ég var nýútskrifuð opnaðist óvænt sá möguleiki að fara á þing.

Það er mjög skrítin upplifun að sitja á þingi með háskólamenntun og horfa upp á kjararáð á einni nóttu hækka laun ráðuneytisstjóra um það sem samsvarar þingfararkaupi á mánuði. Sú launastefna kjararáðs að halda þingmönnum undir meðallaunum til dæmis háskólamenntaðra, leiðir af sér að löggjafinn verður veikari og veikari. Það er þá annaðhvort fólk sem á fjársterka maka, eins og Sigmundur Davíð, sem getur stundað þingmennsku, eða fólk sem er nægjusamara. Með þessu móti missum við allt okkar fólk út í atvinnulífið þar sem hæfileikar þess nýtast en við þyrftum að nýta þessa krafta inni á þingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Í gær

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“