fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Hissa á að Sigmundur hafi ekki staðið upp og sagt: „fokkjú, þið kunnið ekki gott að meta“

Vigdís styður foringja sinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. júlí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir er að hætta á Alþingi. Hún tilkynnti ákvörðun sína í byrjun vikunnar og ætlaði allt að verða vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Allir hafa nefnilega skoðun á henni. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti þessa umdeildu konu og ræddi um ferilinn og ýmislegt fleira.

Á Sigmundur Davíð að leiða flokkinn áfram?

„Flokksþing verður vonandi haldið strax í haust og þar verður sú ákvörðun tekin. Við þurfum líka að endurnýja okkar stefnu fyrir kosningar. Við getum ekki farið aftur í kosningar með loforð um að ná peningum af kröfuhöfum og fella niður skuldir heimilanna. Það þarf að koma eitthvað nýtt til. Sigmundur verður að taka ákvörðun um hvort hann gefur kost á sér áfram í formennsku. En ef ég hugsa um þetta á mannlegum nótum þá er ég alveg hissa á að Sigmundur hafi ekki bara einn góðan veðurdaginn staðið upp og sagt „fokkjú, þið kunnið ekki gott að meta“.“

  • Væri betra fyrir flokkinn og þjóðina að hann færi – eða er hann bara málið?*

„Svo ég segi það bara hreint út, þá studdi ég Höskuld í formannskjörinu 2009. En Sigmundur Davíð var lýðræðislega kosinn og ég stend með mínum foringja. Ef Sigmundur fer fram og geldur afhroð er sú staða skýr. Fari hann fram og vinni stórsigur er sú staða líka skýr. Flokkurinn á margar flottar konur og það er mikill fengur að hafa fengið Lilju. Ef Lilja færi í formannsframboð í framtíðinni og Sigmundur hætti – myndi ég styðja hana. Það þarf engan snilling í markaðsmálum til að sjá að það yrði best fyrir flokkinn að ég mundi leiða Reykjavíkurkjördæmi suður og Lilja Reykjavíkurkjördæmi norður. En ég mun auðvitað ekki gefa kost á mér svo að hún gæti valið sitt kjördæmi ef hún hefur áhuga.

Ég mun starfa með flokknum áfram. Ég er svo pólitísk að ég get aldrei slitið mig alveg frá þessu. Sviðið er laust og ég ætla ekki að vera með einhverja afskiptasemi og leiðindi á kantinum. Svo er pólitík svo miklu meira en þingið og snýst um samfélagið allt. Ég þarf ekki endilega að sitja í steinhúsi við Austurvöll og reyna að búa til lög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug