fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Umdeildasti glaumgosi heims á Íslandi: Kastaði nakinni konu fram af húsþaki

Þykir slæm fyrirmynd fyrir ungmenni – Þykir gera lítið úr konum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 8. júlí 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er 35 ára milljarðamæringur og stundar villtan lífstíl. Dan Bilzerian er áhættufjárfestir og pókerspilari. Hann hefur verið ófeiminn við að tala opinskátt um afar umdeildan lífstíl þar sem fyrir koma eiturlyf, byssur, skemmtanalíf og naktar konur. Hefur Dan verið mikið gagnrýndur af femínistum og jafnréttissinnum, þá sérstaklega eftir að hann henti nakinni konu fram af húsþaki. Konan fótbrotnaði og kærði Dan. Þessi maður dvelur nú á Íslandi og hefur birt nokkur stutt myndbrot á Snapchat. Hann þykir slæm fyrirmynd og er meðvitaður um það.

DV hefur áður gert nærmynd af þessum umdeilda manni. Þar kom fram að hann hefur fengið tvö hjartaáföll fyrir þrítugt og er með svipað marga fylgjendur á Instagram og Justin Timberlake og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.

Fékk M16 16 ára

Bilzerian er 35 ára gamall. Faðir hans heitir Paul Bilzerian og er þekktur í Bandaríkjunum sem sérfræðingur í yfirtökum fyrirtækja. Hann hlaut dóma á níunda áratugnum vegna skattsvika og brot á lögum í tengslum við misheppnaðar yfirtökur. Pabbi Dan var einnig í hernum og tók þátt í Víetnam-stríðinu.

Djúpstæðan áhuga Dan á byssum má meðal annars rekja til þess að faðir hans gaf honum M16-herriffil þegar hann var 16 ára. Sams konar byssu og hann hafði notast við í stríðinu. Upp frá þessu hóf hann að safna byssum og á í dag fleiri en 100. Dan notar þær sem skart og á jafnvel úr í stíl.

Rekinn úr hernum

Þegar Dan var í háskóla (e. collage) gerði hann lítið annað en að skemmta sér og spila fjárhættuspil. Hann eyddi mestum tíma sínum í Las Vegas og Bahama-eyjum og var ýmist ríkur eða blankur eftir því hvernig gekk. Þegar hann fór á kúpuna seldi hann nokkrar byssur og notaði upphæðina til að vinna peninga á ný.

Byssurnar komu þó Dan í vanda en hann var handtekinn með vélbyssu í skottinu á bíl sínum. Um það leyti ákvað hann að ganga í herinn, þá 19 ára gamall. Dan var fjögur ár í hernum og átti tvo daga eftir af sérsveitarþjálfun sinni (e. Navi SEAL) þegar hann var rekinn fyrir að kalla yfirmann sinn aumingja.

Í kjölfarið fór Dan í háskóla í Flórída til að læra viðskipta- og afbrotafræði. Þar hóf hann að spila póker af miklum móð og hefur undanfarin ár vakið nokkra athygli sem pókerspilari. Þess utan veðjar Dan á nánast hvað sem er.

Viagra, eiturlyf og hjartaáfall

Þegar Dan var 25 ára gamall fékk hann tvívegis hjartaáfall. Í viðtali við All In Magazine lýsir hann því umbúðalaust hvernig það gerðist. Eftir að hafa verið að skemmta sér fór Dan heim með stúlku og nutu þau ástar fram eftir morgni. Eftir um hálftíma svefn hringdu vinir hans og ákvað Dan að fara með þeim á snjóbretti. Hann renndi sér allan daginn og hélt svo áfram að skemmta sér. Um kvöldið var hann í slæmu standi og þjáðist af ofþornun. Hann fékk vökva í æð en í stað þess að fara heim og hvíla sig fór hann til Las Vegas til að stunda fjárhættuspil og skemmta sér enn frekar.

Á þriðja degi fór hann með vini sínum á strippstað og höfðu þeir neytt umtalsverðra fíkniefna. Á einhverjum tímapunkti ákveður Dan að fara heim með konu og fær stinningarlyfið viagra hjá vini sínum. Hann endaði á að taka 200 mg sem er langt umfram ráðlagðan skammt.

Á fjórða degi fór Dan að líðs virkilega illa og fékk verk í öxlina. Hann tók armbeygjur en verkurinn versnaði. Þegar Dan fór upp á spítala kom í ljós að hann var í miðju hjartaáfalli, aðeins 25 ára gamall. Hann þurfti að telja upp fyrir lækninn hvaða efna hann hafði neytt dagana á undan við litla hrifningu fjölskyldunnar og kærustu sem voru viðstödd. Á fimmta degi fékk Dan svo annað hjartaáfall.

Kastaði konu fram af húsþaki

Það náðist á myndband þegar Dan Bilzerian kastaði nítján ára gömlu Janice Griffin fram af þaki á glæsihýsi sínu í Hollywood Hills í Bandaríkjunum ofan í sundlaug. Stúlkan fótbrotnaði illa við fallið.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=plmNu1kr6do&w=460&h=315]

Stúlkan skrifaði um málið á samfélagsmiðlunum Twitter þar sem hún greindi frá fótbrotinu. Bilzerian svaraði henni og sagði:

„Dan Bilzerian var nærri því myrtur þegar nakin kona reyndi að draga hann fram af þaki.“

Er hann sagður þar hafa skotið á stúlkuna fyrir að hafa rifið í stuttermabol sinn rétt áður en hann kastaði henni fram af þakinu.

Segist vera asni

Dan er einnig leikari og lék til að mynda lítið hlutverk í myndinni Lone Survivor með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Hann er gríðarlega umdeildur en hann þykir slæm fyrirmynd fyrir ungmenni og verið harðlega gagnrýndur og þykir gera lítið úr konum.

Hann segist sjálfur vera asni og gefur lítið fyrir hvað öðrum finnst.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=B5sGhK5-s54&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman