fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Gríðarleg stemmning á Eistnaflugi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 8. júlí 2016 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhátíð þungarokkarans, Eistnaflug, fer nú fram á Neskaupsstað í tólfta sinn. Hátíðin hefur verið haldin aðra helgina í júlí frá árinu 2004. Hátíðin í ár hefur aldrei verið jafn glæsileg og er ein stærsta tónlistarhátíð sem haldin hefur verið hérlendis. Hátíðin stendur yfir frá 6 til 9 júlí.

Stærstu hljómsveitirnar í ár eru Meshuggah og Opeth frá Svíþjóð. Stærstu íslensku böndin er sveitir á borð við Sólstafi, Dimmu, Agent Fresco, HAM, Ensími, The Vintage Caravan og Misþyrmingu.

Stemmningin á svæðinu í gær var gríðarleg og sló Dr. Spock og Misþyrming í gegn.
Stemmningin á svæðinu í gær var gríðarleg og sló Dr. Spock og Misþyrming í gegn.

Í dag stíga helstu rokksveitirnar á svið. Kontinuum, Sólstafir, Dimma og The Vintage Caravan eru meðal þeirra sveita sem rokka fyrir gesti í dag og í kvöld.

Stemmningin á svæðinu í gær var gríðarleg og sló Dr. Spock og Misþyrming í gegn.
Stemmningin á svæðinu í gær var gríðarleg og sló Dr. Spock og Misþyrming í gegn.

Stefán Magnússon framkvæmdastjóri og stofnandi Eistnaflugs var í viðtali við DV á dögunum og greindi frá því að í fyrsta sinn væru börn einnig velkomin á hátíðina í fylgd með fullorðnum. En yngri rokkunnendur hafa áður þurft frá að hverfa út af ströngum reglum, en í ár er breyting á.

„Við erum svo ofboðslega ánægð með að tilkynna að börn eru innilega velkomin á flottustu rokkhátíð Íslands í fylgd með forráðamönnum! 12 ára og yngri fá frítt inn. Ungir sem aldnir eru velkomnir á Eistnaflug. Þetta verður óendanlega fallegt!“

Stemmningin á svæðinu í gær var gríðarleg og sló Dr. Spock og Misþyrming í gegn.
Stemmningin á svæðinu í gær var gríðarleg og sló Dr. Spock og Misþyrming í gegn.

Stefán kveðst í skýjunum með hátíðina og segir á Facebook:

„Fyrir ykkur sem viljið þyngri pakka þá spila hljómsveitirnar Belphegor, Sails Of Deceit, Defeated, Bootlegs, Celestine (Iceland) Mannveira at Eistnaflug 2016 Grit Teeth allar líka á föstudeginum,“ segir Stefán og bendir á að einnig sé hægt að fá dagspassa á hátíðina. „Rúsínan í pylsuendanum er kl. 2:25 í Egilsbúð en þá spilar Perturbator sem er rosalegt electró partý og það verður ekkert lítið dansað þar. Sjáumst hress og kát og skemmtið ykkur fallega!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni