Stórleikarinn Russell Crowe sendi Íslendingum hlýja kveðju á samskiptamiðlinum Twitter eftir ósigurinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi.
Crowe virðist hrifinn af Íslandi því hann lýsti yfir stuðningi við íslenska liðið áður en 8-liða úrslit keppninnar hófust. Hrósaði hann liðinu fyrir spilamennskuna gegn Englandi og sagði hann að Ísland væri hans lið í keppninni. Crowe hefur komið til Íslands í nokkur skipti og hrifist af landi og þjóð.
Hér að neðan má sjá færslu hans sem hann birti á Twitter í gærkvöldi en þar segir hann meðal annars: „Takk fyrir að veita okkur innblástur.“ Þá óskaði hann Frökkum til hamingju með sigurinn og sagði að undanúrslit keppninnar yrðu spennandi. Crowe segist nú styðja velska liðið.
Oh #ISL , thank you for your inspiration . Congratulations #FRA . Final 4 will be interesting … I'm all #WAL now !!
— Russell Crowe (@russellcrowe) July 3, 2016