fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Stjörnur sem misstu barn

Sorgin hlífir engum, ekki heldur stjörnunum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 2. júlí 2016 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að missa barnið sitt er það skelfilegasta sem getur hent foreldra. Sorgin hlífir engum, ekki heldur ríka og fræga fólkinu og hér er sagt frá heimsfrægum stjörnum sem misstu barn.

Jonathan Peck var elsti sonur leikarans Gregory Peck, myndarlegur og reglusamur. Hann vann á útvarps- og sjónvarpsstöðvum og var að sögn eins yfirmanna hans með indælustu mönnum. Hann framdi sjálfmorð þegar hann var þrítugur. Faðir hans tók lát hans svo nærri sér að hann dró sig í hlé frá kvikmyndaleik í tvö ár.
Gregory Peck Jonathan Peck var elsti sonur leikarans Gregory Peck, myndarlegur og reglusamur. Hann vann á útvarps- og sjónvarpsstöðvum og var að sögn eins yfirmanna hans með indælustu mönnum. Hann framdi sjálfmorð þegar hann var þrítugur. Faðir hans tók lát hans svo nærri sér að hann dró sig í hlé frá kvikmyndaleik í tvö ár.
Sonur John Travolta and Kelly Preston lést árið 2009, 16 ára gamall, eftir flogaveikikast.
John Travolta og Kelly Preston Sonur John Travolta and Kelly Preston lést árið 2009, 16 ára gamall, eftir flogaveikikast.
Tvíeykið Abbott og Costello nutu gríðarlegra vinsælda á árum áður, sáu um eigin útvarpsþætti og léku í fjölmörgum kvikmyndum. Í nóvembermánuði 1943 mætti Costello í stúdíó NBC þar sem senda átti út gamanþátt þeirra félaga. Þar var honum sögð sú harmafrétt að tæplega árs gamall sonur hans hefði fallið í sundlaug fjölskyldunnar og drukknað. Costello hafði fyrr um daginn beðið konu sína um að leyfa hinum unga syni að hlusta á útvarpsþáttinn. Costello vildi ekki hætta við útsendinguna heldur sagði: „Hvar sem hann er núna, þá vil ég að hann heyri til mín.“ Hann flutti síðan gamanmál ásamt félaga sínum.Náin vinkona Costello sagði að dauði sonarins hefði breytt honum, hann hefði átt til að verða uppstökkur og ekki jafn hlýr og ærslafullur og áður.
Lou Costello Tvíeykið Abbott og Costello nutu gríðarlegra vinsælda á árum áður, sáu um eigin útvarpsþætti og léku í fjölmörgum kvikmyndum. Í nóvembermánuði 1943 mætti Costello í stúdíó NBC þar sem senda átti út gamanþátt þeirra félaga. Þar var honum sögð sú harmafrétt að tæplega árs gamall sonur hans hefði fallið í sundlaug fjölskyldunnar og drukknað. Costello hafði fyrr um daginn beðið konu sína um að leyfa hinum unga syni að hlusta á útvarpsþáttinn. Costello vildi ekki hætta við útsendinguna heldur sagði: „Hvar sem hann er núna, þá vil ég að hann heyri til mín.“ Hann flutti síðan gamanmál ásamt félaga sínum.Náin vinkona Costello sagði að dauði sonarins hefði breytt honum, hann hefði átt til að verða uppstökkur og ekki jafn hlýr og ærslafullur og áður.
Ættleidd dóttir Miu Farrow, Tam Farrow, lést árið 2000, 19 ára gömul. Banamein hennar var hjartabilun. Önnur dóttir Miu, Lark, sem hún ættleiddi ásamt Andre Previn, lést úr lungnabólgu árið 2008, 35 ára gömul, en hún var eyðnismituð.
Mia Farrow Ættleidd dóttir Miu Farrow, Tam Farrow, lést árið 2000, 19 ára gömul. Banamein hennar var hjartabilun. Önnur dóttir Miu, Lark, sem hún ættleiddi ásamt Andre Previn, lést úr lungnabólgu árið 2008, 35 ára gömul, en hún var eyðnismituð.
Dóttir Roy Rogers og Dale Evans, Robin Elizabeth, lést tæplega tveggja ára gömul, en hún var með Downs-heilkenni. Dale Evans skrifaði metsölubók um þessa ungu dóttur sína og vann ötullega að því að breyta viðhorfi til barna með þroskahömlun og varð mikið ágengt.
Roy Rogers og Dale Evans Dóttir Roy Rogers og Dale Evans, Robin Elizabeth, lést tæplega tveggja ára gömul, en hún var með Downs-heilkenni. Dale Evans skrifaði metsölubók um þessa ungu dóttur sína og vann ötullega að því að breyta viðhorfi til barna með þroskahömlun og varð mikið ágengt.
Marlon Brando átti fjölda barna, þar á meðal voru Christian og Cheyenne sem voru hálfsystkini. Christian skaut unnusta Cheyenne til bana árið 1990. Cheyenne fæddi barn látins unnusta síns en reyndi síðan misheppnað sjálfsvíg. Hún var greind með geðklofa og missti forræði yfir barni sínu. Cheyenne framdi sjálfsmorð árið 1995, 25 ára gömul, með því að hengja sig. Fjölskylduharmleikurinn tók mjög á Marlon Brando.
Marlon Brando Marlon Brando átti fjölda barna, þar á meðal voru Christian og Cheyenne sem voru hálfsystkini. Christian skaut unnusta Cheyenne til bana árið 1990. Cheyenne fæddi barn látins unnusta síns en reyndi síðan misheppnað sjálfsvíg. Hún var greind með geðklofa og missti forræði yfir barni sínu. Cheyenne framdi sjálfsmorð árið 1995, 25 ára gömul, með því að hengja sig. Fjölskylduharmleikurinn tók mjög á Marlon Brando.
Sonur Sylvester Stallone, Sage, lést af völdum hjartaáfalls árið 2012 og var þá einungis 36 ára. Móðir hans er Sasha Czack.
Sylvester Stallone og dætur Sonur Sylvester Stallone, Sage, lést af völdum hjartaáfalls árið 2012 og var þá einungis 36 ára. Móðir hans er Sasha Czack.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman