fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

„Mér fannst tóbakið kæla sársaukann í andlitinu“

Didda skáldkona hefur gert dyraat hjá dauðanum – Lenti í alvarlegu slysi á barnsaldri – Fékk rangar greiningar og lyfjaeitrun – Pönkari, nektarmódel og verðlaunaleikkona

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 2. júlí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurlaug Didda Jónsdóttir er þúsundþjalasmiður: Eddu-verðlaunaleikkona, menntuð töskugerðarkona, fyrrverandi ruslakona, nektarmódel, starfsmaður á Grund og uppvaskari – en umfram allt skáld. Undanfarin ár hefur Didda glímt við erfið veikindi, að hluta til vegna rangra greininga og alvarlegrar lyfjaeitrunar. Hún segist þó telja rót veikindanna liggja mun dýpra, í slysi sem hún lenti í á barnsaldri en var aldrei tekist á við. Hér fyrir neðan birtist brot úr viðtali Kristjáns Guðjónssonar við Diddu.

Didda fæddist árið 1964 á Selfossi, þar sem amma hennar bjó, en ólst upp í Reykjavík. Hún segir mér að hún hafi verið forvitið og skapandi barn. En þegar hún hafi verið þriggja ára hafi hún fest höfuðið á milli rimla á handriði í stigaganginum á heimili fjölskyldunnar í Ljósheimum.

„Mér var hjálpað, en við það brotnuðu fingur og viðbein, það rifnaði vöðvi og um leið og mér var þrykkt í gegn þá tognuðu gagnaugavöðvarnir,“ segir Didda og sýnir mér skýringarmynd sem hún hefur teiknað af atvikinu.

Ég byrjaði að reykja tóbak sex ára af því að mér fannst það kæla sársaukann í andlitinu.

Hún segir að í kjölfarið hafi hún ekki fengið þá umönnun sem hún hefði þurft, og það hafi haft afdrifaríkar afleiðingar. Stöðugur sársaukinn sem hún upplifði eftir slysið og það hvernig einföldustu hlutir kröfðust mikils átaks segir hún hafa fylgt henni í gegnum lífið. „Ég upplifði þetta alltaf sem ósýnilega ísbjörninn. Mig sveið og þetta var óþægilegt. Auðvitað óx líkaminn og tognunin með. Líkaminn reynir alltaf bara að vera til, og þess vegna er maður til – þó að maður verði kannski svolítið skrýtinn.“

Hún segir slysið hafa leitt af sér ýmsa kvilla, kippi og sársauka, sem hún hafi átt erfitt með að tjá eða útskýra fyrir sínum nánustu. „Lengi vel tengdi ég líkamlegan sársauka og raddir. Þegar bróðir minn fæddist þá breyttust raddirnar í fólki. Ég vildi helst að allir sem mér þótti vænt um væru yfir litlum börnum, því þá væru þeir svo góðir í röddunum sínum,“ segir hún og rifjar svo upp sögu af því þegar hún giftist syni nágrannans í barnamessu í von um að fá að flytja inn til ljúfróma tengdamóður sinnar.

„Ég var líka alltaf með sviða, bjúg og doða og annarlegar tilfinningar í andlitinu. Ég byrjaði að reykja tóbak sex ára af því að mér fannst það kæla sársaukann í andlitinu.“ Seinna segir hún andlitsmálningu og sítt hár hafa kveikt óþægindatilfinningu í andlitinu, en þar sem hún hafi forðast slíkt punt hafi hún þótt undarleg og á skjön.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug