fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Aflýstu brúðkaupsafmælinu á sunnudaginn til að horfa á leikinn

„Ég er svo stolt að vera Íslendingur í Noregi“

Kristín Clausen
Föstudaginn 1. júlí 2016 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðarremban og gleðin sem fylgir því að vera Íslendingur í Noregi þessar síðustu vikur er dásamlegasta tilfinning sem ég hef fundið lengi.“ Þetta segir Tinna Jóhönnudóttir sem hefur búið í Bergen ásamt fjölskyldunni sinni síðastliðin 7 ár.

Gaman að vera Íslendingur í Noregi

Fyrr í vikunni skrifaði Tinna, sem er 31 árs, pistil sem fjallar um það hvernig hún upplifir að vera Íslendingur í Noregi á þessum sögulegum tímum þegar íslenska landsliðið hefur heillað alla Evrópu með stórkostlegum árangri sínum á EM í knattspyrnu.

Í pistlinum segir Tinna frá viðbrögðum Norðmanna úr hinum ýmsu stéttum þegar þeir komast að því að hún er íslensk. Þar má nefna unglingsstúlku, símsölumann, heimilislækni og starfsmann í skóbúð. Gefum Tinnu orðið.

„Í gær fór í ég inn í miðbæ Bergen. Inni á klósetti á veitingastað kemur upp að mér ung og forvitin stúlka og spyr mig hvað ég sé. Þegar ég svaraði Ísland færðist stórt bros yfir andlit hennar þegar hún sagði mér glöð í bragði að öll fjölskyldan hennar væri að missa sig yfir gengi íslenska liðsins á EM.“

Læknirinn valhoppaði

Tinna þakkaði stúlkunni fyrir og sagði að við værum mjög stolt af okkar mönnum. Þennan sama dag fékk hún símtal frá símsölumanni sem vildi ólmur lækka rafmagnsreikninginn hennar. Þegar viðkomandi áttaði sig á því að Tinna væri íslensk sagðist hann halda með Íslandi og að auki var hann búinn að veðja 1000 norskum krónum á að Ísland myndi vinna keppnina. „Hann var alveg sannfærður um að saga íslenska landsliðsins ætti eftir að verða enn stærri.“

Á heilsugæslunni í hverfinu segir Tinna að heimilislæknirinn hennar, sem er mjög hógvær maður, hafi beðið spenntur eftir að hitta hana. „Hann nánast valhoppaði til mín til að spyrja hvort að ég væri ekki örugglega búin að fylgjast með íslensku strákunum í fótboltanum.“

Tinna átti að auki leið í skóbúð í vikunni. Þar stóðu hjón sem voru að ræða sín á milli stórkostlegt gegni íslensku strákanna. Tinna stóðst ekki mátið og sagði þeim að hún væri Íslendingur. Þá sagði konan henni að hún væri búin að aflýsa brúðkaupsafmælinu þeirra á sunnudaginn vegna leiksins og að maðurinn hennar væri nánast alveg búinn að ná íslenska víkingaópinu.

Heimþráin hefur minnkað

„Ég verð að viðurkenna að tilfinningin að vera Íslendingur í Noregi um þessar mundir er dásamleg. Meira að segja Arabarnir í pitsusölunni eru að missa sig úr spenningi yfir strákunum okkar.“
Tinna segir að lokum að heimþráin hafi minnkað töluvert síðustu vikurnar og að hún gleðjist yfir því að sjá íslensku þjóðina sameinaða í gleðinni.

„Loksins er talað um eitthvað annað en kreppuna, hrunið og loksins er stórt ljós yfir fólkinu okkar eftir margra ára skömm yfir ástandinu. Ég er svo stolt að vera Íslendingur í Noregi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman