fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Sonur Jónínu hætt kominn í bílveltu: „Sýnir hvað lífið getur verið hverfult“

Vekur athygli á hættunum sem fylgja akstri undir áhrifum áfengis

Auður Ösp
Mánudaginn 13. júní 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vona svo innilega að fleiri læri af þeirra reynslu og láti það vera að aka undir áhrifum,“ segir Jónína Ósk Lárusdóttir, móðir 18 ára pilts sem var farþegi í bíl sem endaði á hvolfi í garði í Setbergshverfi aðfaranótt sunnudags. DV.is greindi frá því í gærmorgun að rétt eftir klukkan eitt, aðfaranótt sunnudags hefði lögreglu borist tilkynning um alvarlegt atvik: bíl hafði verið ekið inn í garð og endað á hvolfi. Fram kom að fjögur ungmenni voru í bílnum en sluppu þau öll án teljandi meiðsla. Þá kom fram að grunur léki á að bílstjórinn, sautján ára stúlka, hefði keyrt undir áhrifum áfengis. Jónína segir sjokkið hafa verið mikið fyrir bæði piltinn sjálfann og aðstandendur hans, og vill hún brýna fyrir fólki að vera meðvitað um hætturnar sem fylgja ölvunarakstri.

DV.is birti jafnframt í gær meðfylgjandi ljósmyndir Sifjar Bjarnadóttur af vettvangi slyssins, en bíllinn endaði ferð sína í garði fjölskyldu hennar. Sagði Sif ljósmyndirnar vera áminningu fyrir alla þá sem hafa einhver tímann sest undir stýri undir áhrifum áfengis og fyrir alla þá sem halda því fram að það sé í lagi að setjast undir stýri undir áhrifum áfengis. Íslendingar væru fámenn þjóð og í hvert skipti sem einhver lífið í umferðarslysi þá syrgi öll þjóðin.

„Í nótt gerðist einmitt það að drukkin manneskja velti bíl inní garð fjölskyldunnar minnar. Sem betur fer meiddist enginn, en það er bara heppni.“

sagði Sif og bætti við: „Mörg okkar keyra framhjá skilti á hverju ári sem að sýnir okkur hversu margir hafa látið lífið í umferðarslysi á því ári. Það gæti verið að við munum aldrei sjá töluna núll á skiltinu en við getum reynt að minnka töluna með því að setjast ekki undir stýri undir áhrifum.“

Andlega áfallið mest

„Sjokkið og doðinn kom eiginlega mest eftir á, og þetta er búið að vera að síast inn hjá okkur í gær og í dag. Það hefur lítið verið sofið hérna á heimilinu,“ segir Jónína Ósk í samtali við blaðamann. „Það var bara fyrir einhverja yfirnáttúrulega heppni að það fór ekki verr,“ bætir hún síðan við en hún segir ungmennin sem voru um borð í bílnum hafa sloppið með eingöngu mar, togn og skrámur. Andlega áfallið hafi þó verið mest.

Bróðir Jónínu lést af slysförum árið 1996, og segir Jónína að þess vegna hafi atburðurinn snert við afar viðkvæma taug hjá fjölskyldunni. Þau hafi í annað skipti verið minnt á hversu stutt bil getur verið á milli lífs og dauða. Hún segir óteljandi hluti fljúga í gegnum hausinn við svona aðstæður. „Þetta sýnir hvað lífið getur verið hverfult.“

Hún telur gríðarlega mikilvægt að vekja athygli á hættunum sem fylgja ölvunarakstri; þeirri umræðu sé afar nauðsynlegt að halda á lofti. Vonast hún til að aðrir muni einnig læra af þessari reynslu ungmennanna.

„Maður hefur auðvitað margoft tönnslast á því við krakkanna að keyra aldrei undir áhrifum og fara ekki upp í bíl með bílstjóra sem hefur verið að drekka en það er ekki fyrr en svona lagað gerist, og þau komast í návígi við þetta að þau sjá hve alvarlegt þetta er. Það er einfaldlega ekki hægt að brýna nógu oft á þessu, bæði við börn og fullorðna.

„Við erum auðvitað endalaust þakklát að það fór ekki verr og að allir sluppu lifandi. En það er ekki víst að í næsta sinn fari svona vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“