Ætlar að kenna Íslendingum tæknina
Þrívíddarlistamaðurinn Dru Blair heimsfrægi er á leiðinni til Íslands til að halda námskeið. Dru sérhæfir sig í airbrushtækni sem gengur út á að gera myndirnar sem líkastar því sem gerist í raunveruleikanum og má oft varla greina hvort um er að ræða ljósmynd eða málverk. Hann þykinn einn færasti realisma airbrush artisti i heimi og rekur Blair School Of Realism-skólann í Bandaríkjunum.
Í samtali við DV segir Dru að hann verði hérna í viku en námskeiðið tekur fjóra daga og áhugasamur um að kenna Íslendingum þessa tækni. Hann hefur ferðast víða til að halda slík námskeið. Námskeiðið hefst dagana 16. júní og stendur til 19. júní.
Hann kemur frá smábænum Blair í Suður-Karólínuríki en varð heillaður af airbrush þegar hann sá listamenn skreyta boli á ströndinni:
„Ég byrjaði ekki að teikna fyrr en á þriðja árinu mínu í háskóla. Ég man þegar ég fór niður á ströndina eftir að klárað námið og sá listamenn skreyta boli. Ég varð alveg heillaður af því hvernig airbrush-tæknin dreifir lit,“
segir Dru. Hann er sjálflærður listamaður og segir alla geta lært tæknina. Hvetur hann alla íslenska listamenn og flúrara til að kíkja til sín:
„Airbrush, eins og nafnið gefur til kynna, dreifir litnum með lofti í atómstærð. Það leyfir manni að stjórna þykktinni og flæðinu á línunum.“
Dru hefur aldrei komið til landsins áður en hann verður í góðum félagsskap Ýrr Baldursdóttur sem lærði airbrush árið 2008 hjá Craig Fraser og fór í kjölfarið að kenna með honum bæði hér heima og um alla Evrópu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu eða vilja kynna sér verk hennar of Dru Blair geta gert það á Facebook – síðu Ýrrar, sjá hér.
Ýrr hefur einnig kennt airbrush tæknina í Evrópu og verið til umfjöllunar erlendis og vakið athygli fyrir verk sín. Hélt hún á dögunum sína fyrstu sýningu. Segir hún hæfileika Dru Blair slíka að erfitt sé að sjá hvort myndin sé teiknuð eða um ljósmynd sé að ræða. Þetta geti allir lært.
„Ég tók þátt í SEMA ráðstefnunni í Las Vegas árið 2009 og 2010. Það er risastór árleg airbrush ráðstefna þar sem framleiðendur tækja, efna og lita ásamt listamönnum kynna það nýjasta í faginu. Þar var ég í samstarfi við House of Color litaframleiðandann og Iwata sem framleiða sprautubyssur, loftpressur og slíkt, “ segir Ýrr og bætir við: „Craig Fraser, Dru Blair og Fitto eru þeir þrír listamenn sem mér þykja færastir í listinni og hafa veitt mér hvað mestan innblástur. Allt áhugafólk um list og airbrush getur lært margt af Dru Blair.“