fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

„Þetta snýst ekki um völd, þetta snýst um þjónustu“

Ástríður Thorarensen segir Bessastaði ekkert kappsmál

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. júní 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríður Thorarensen stendur við hlið manns síns Davíðs Oddssonar í kosningabaráttu hans til embættis forseta Íslands. Í viðtali ræðir hún meðal annars um árin með Davíð, forsetaframboðið, pólitík, hatursumræðu og gildin í lífinu.

Hér á eftir fer stutt brot úr viðtalinu, sem lesa má í heild sinni í helgarblaði DV

Bessastaðir ekkert kappsmál

Þú ert í kosningabaráttu með manni þínum en samkvæmt skoðanakönnunum bendir svo sem ekkert sérstaklega til að þið hjónin farið í Bessastaði. Eru það ekki vonbrigði?

„Ég yrði ekki vonsvikin þótt við færum ekki á Bessastaði. Það sem Davíð er að gera með framboði sínu er að bjóða fólki upp á valkost. Hann er að bjóða fólki upp á reynslu sína og leggur valið í hendur kjósenda. Hann spyr: Viljið þið fá þessa reynslu og þessa persónu sem þið eigið að geta treyst? Viljið þið hafa konuna hans með? Ef þið viljið það þá er hann tilbúinn, ef þið viljið það ekki þá er það bara í góðu lagi.

Umræðan hefur ekki farið framhjá mér. Það er talað um menn sem hafa verið í valdastólum og geta ekki hugsað sér að missa völdin. Þetta er ekki þannig, langt í frá. Þetta snýst ekki um völd, þetta snýst um þjónustu. Davíð er alinn upp við þær kringumstæður sem ég lýsti fyrir þér. Hann varð að standa á eigin fótum og þurfti snemma að taka verulega mikla ábyrgð á sínu fólki. Hann tók á sig mikla ábyrgð sem borgarstjóri og síðan sem forsætisráðherra. Hann hefur mikla ábyrgðartilfinningu og þegar málin fóru að skýrast varðandi forsetaframboð þá hugsaði hann: „Ég bý yfir ákveðnum eiginleikum og reynslu og hef fulla starfsorku.“ Hann ákvað að bjóða sig fram. Ástæðan er ekki eftirsókn eftir völdum eða vegtyllum, þær eru komnar. Hann er ekki að sækjast eftir að verða forseti til að komast í hallir eða í Hvíta húsið. Hann er búinn að því. Bessastaðir eru sem slíkir ekkert kappsmál. Við erum sæl og glöð með okkar hlut.

Ég hef aldrei sóst eftir neinu og geri það heldur ekki núna. En ég myndi að sjálfsögðu vera reiðubúin að axla alla þá ábyrgð og vinna öll þau verk sem mér yrðu falin, alveg eins og ég hef alltaf reynt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Í gær

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni