„Þetta voru tveir langir tökudagar í byrjun maí. Ég vildi vinna með íslenska náttúru. Finnst íslenskir tónlistarmenn alltof latir að vinna með hana. Eiður Birgisson leikstýrir. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður gaf sér tíma í að klippa myndbandið rétt fyrir EM. Gat ekki fengið betri mann í þetta,“ segir Egill Einarsson sem bregður sér aftur í hlutverk DJ Muscleboy í laginu Muscledance. Egill hefur áður sent frá sér lagið Musclebells sem vakti mikla athygli út fyrir landsteinanna.
Egill segir myndbandið við Muscledance vera eitt dýrasta myndband Íslandssögunnar. Þar má sjá fjölmarga þekkta Íslendinga bregða fyrir, eins og Auðunn Blöndal, Sverri Bergmann, Arnar Grant, Ívar Guðmundsson og Ásgeir Kolbeinsson. Muscledance er kántrílag og myndbandið í þeim stíl. Þá er drjúgur hluti frá Seljavallarlaug.
„Svo voru margir sem tóku þátt í að leika í myndbandinu eins og fólk sér. Veisla að fá kónga eins og Ívar guðmunds til að rífa sig úr. Fjölnir þorgeirs er svo maður myndbandsins. Korteri áður en hann mætti þá réði enginn við þennan hest sem hann var á. En á sjö sekúndum tamdi hann hestinn og tók rosalegasta sprett sem ég hef séð! þvílíkur maður.“
Þá hrósar Egill Stop Wait Go en þeir sömdu lagið: „Þeir eru snillingar.“
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=yH-YsPakQtM&w=640&h=360]