fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Safnar fyrir ferðalyftara

Ragnar Egilsson er ánægður með góð viðbrögð við fjáröflun sinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. júní 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var lengi að hugsa um hvað væri hægt að gera til að safna fyrir lyftaranum og ákvað svo að gera þetta,“ segir Skagamaðurinn Ragnar Egilsson, sem er í hjólastól og safnar sér nú fyrir ferðalyftara með því að selja buff á Facebook-síðunni Brask og brall.

Ragnar er 33 ára gamall og lamaður fyrir neðan háls eftir bifhjólaslys í júní 2014. Buffin sem hann selur nú á Facebook eru með myndum af hauskúpum, Hvolpasveitinni og Hello Kitty. Viðbrögðin við Facebook-auglýsingunni eru framar hans björtustu vonum en innan við sólarhring eftir að hún birtist höfðu yfir 50 manns pantað buff.

„Þetta gengur þokkalega vel, það vantar ekki,“ segir Ragnar.

„Ef ég fer eitthvað úr húsi þarf ég að hafa ferðalyftara til að færa mig í og úr stólnum. Ég er með annan búnað heima hjá mér en þetta er svo maður geti leyft sér eitt og annað eins og að bregða sér út úr húsi. Ef ég ætla að fara á hótel einhvers staðar úti á landi þarf ég að eiga svona lyftara,“ segir Ragnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk