fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Af hverju ertu alkóhólisti eða með kvíða? Til að skilja vandann þarf að skilja sársaukann í lífi hans

Einn helsti sérfræðingur heims á sviði fíknivanda á leið til landsins

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. júní 2016 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst frábært að Gabor Maté skuli vera að koma til Íslands. Það sem hann er að segja snertir fíknivanda, geðheilsu okkar og hreinlega hamingju okkar sem einstaklinga og þjóðar. Ég er enn að heyra alltof margar sögur af fólki sem er búið að vera í tengslum við geðheilbrigðiskerfið í mörg ár og enginn spyr, hvað kom fyrir þig? Það er eins og að í mörg ár hafi lífssaga fólks gerð útlæg.“

Þetta segir Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar um komu Dr. Gabor Maté sem mun halda fyrirlestra í Hörpu þann 12. júní. Hugmyndir hans um af hverju sumir verða alkóhólistar á meðan aðrir verða það ekki hafa vakið mikla athygli og umtal. Ekki eru allir sammála hugmyndum hans en hér á landi hefur hann haft mikil áhrif, bæði hjá Geðhjálp og Rauða krossinum.

Gabor er kanadískur læknir, ungverskur að uppruna og einn fremsti fræðimaður heims á sviði ávanabindingar. Hann nýtur einnig virðingar fyrir athuganir sínar á athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsökum og meðferð streitu. Í stað þess að líta á fíkn sem sjúkdóm hugsar hann frekar um fíkn sem afleiðingu af sjúkdómi. Hann hefur hjálpað ótal mörgum að ná tökum á fíkn sinni, hvort sem það er áfengi eða önnur eiturlyf en hann vinnur til dæmis á annan hátt en SÁÁ og hefur meðal annars nýtt ofskynjunarlyf til að lækna fólk af fíkn og kvíða. Gabor hefur verið á milli tannanna á fólki en náð merkilegum árangri.

Sérfræðingur í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma skrifar

Dr. Gabor Maté og það sem hann stendur fyrir í fíknifræðum hefur haft mikil áhrif á mig sem manneskju og fagaðila varðandi það hvernig ég nálgast viðfangsefni mín í vinnu með fólki sem notar vímuefni eða er orðið háð þeim. Það er mikilvægast fyrir mig að muna að notkun vímugjafans er ekki vandamálið sem þarf að leysa heldur þarf að skoða hvers vegna notar einstaklingur vímugjafann. Þannig færist athyglin frá hegðuninni sem slíkri yfir í að skoða og reyna að skilja lífssögu einstaklingins eða orsakasamhengið sem liggur til grundvallar notkunar eða ofnotkunar vímuefna.

Nær alltaf er að finna í sögu einstaklingsins atburði eins og ofbeldi, vanrækslu, tengslaröskun eða aðra þætti sem hafa neikvæð áhrif á þróun og þroska einstaklingsins í heild. Sérhver einstaklingur er þannig afurð af atburðum, reynslu og lifuðu lífi sínu frá því í móðurkviði til dagsins í dag og mitt hlutverk sem fagaðila er að mæta honum þar sem hann er staddur og gera mitt til að skilja og hlúa að hverjum og einum út frá samhygð og samkennd þannig að einstaklingurinn nái að vaxa, þekkja sjálfan sig og virða sem verðmæta manneskju.

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, MN, B.Sc. Sérfræðingur í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma

Til að skilja fíkn þarf að skilja sársaukann

Hrannar segir að hann hafi kynnt sér hugmyndir Gabor eftir að hafa heyrt vin sinn vitna í hann.

„Ég gúgglaði og fann mikið af myndböndum á Youtube. Svo las ég bókina eftir hann sem heitir “In the Realm of Hungry Ghosts”. Síðan hefur hann verið í mínu liði eða ég í hans.“

„Allt sem hann sagði rímaði við það sem ég hafði verið að uppgötva fyrir sjálfan mig. Við þurfum að fara að spyrja hvert annað, hvað kom fyrir þig?“

Hrannar segir að endingu að Maté tali mikið um sársaukann, nauðsyn þess að leita í lífssöguna.

„Að við getum ekki raunverulega skilið fyrirbæri eins og fíkn nema við skiljum sársaukann og áföllin sem fólk hefur upplifað.“

Vímuefnanotkun notuð til að verkjastilla sársaukann

Svala Jóhannesdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar og Konukots hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir Gabor hafa haft mikil áhrif á starf Rauða krossins sem og hugmyndir fólks og viðhorf til vímuefnamála. Svala segir:
„Gabor Maté hefur haft gríðarlega mikil áhrif á hugmyndir og viðhorf fólks til vímuefnamála. Bókin hans In the realm of hungry ghost, close ecounters with addiction sem kom út 2008 hafði mikil áhrif á mig, og er stór hluti af minni faglegri vinnu með jaðarsettum einstaklingum.“

Svala bætir við:

„Gabor Maté talar um að fíkniástand er flókið samspil margra þátta eins og áfallasögu einstaklings, lífsögu einstaklings, þróun taugakerfis, efnafræði heilans og félagslegs umhverfis. En spurningin er alltaf, hvers vegna sársaukinn?“

Segir Svala að til að skilja fíkniefnavanda einstaklings þá verði að skilja sársaukann í lífi hans. Vímunefnanotkun sé ein leið til að verkjastilla sársauka og með því að skoða þann hugsunarhátt sé mögulegt að skilja hvers vegna fólk notar vímuefni og þróar með sér fíknivanda.

„Í okkar skaðaminnkunarverkefnunum hjá Rauða krossinum í Reykjavík, Konukoti og Frú Ragnheiði, þá notumst við mikið við kenningar og hugmyndir Gabors Maté. Við berum virðingu fyrir því að fólk er á þeim stað sem það er í lífinu, vegna þess að það er ástæða fyrir því. Með skilningi og samhygð náum við að byggja upp traust við skjólstæðinga, og þannig náum við að mæta skjólstæðingum á þeim stað sem þeir eru hverju sinni. Síðan í samvinnunni náum við að auka lífsgæði þeirra og draga úr skaðanum sem fylgir því að vera heimilislaus og með vímuefnavanda“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“