fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Íslenskir „konunglegir minjagripir“

Ólafur Ragnar og Dorrit á fyrsta bollanum – Vigdísarbolli í bígerð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. júní 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins hafa Íslendingar eignast sína útgáfu af „konunglegum minjagripum.“ Fyrsti vísir að þessu er minningarbolli um Ólaf Ragnar Grímsson forseta – í tilefni 20 ára forsetatíðar hans. Glæsileg mynd af forsetahjónunum í fullum skrúða, fyrir framan Alþingishúsið, prýðir bollann eða drykkjarfantinn. Það er BF – útgáfa ehf. sem stendur fyrir framleiðslu á bollanum. Forsvarsmaður þar er Jónas Sigurgeirsson.

„Þetta er bolli sem sver sig mjög í ætt við konunglegu minjagripabollana sem eru í boði í flestum nágrannalöndum okkar. Tími til kominn að við Íslendingar getum einnig boðið ferðamönnum og auðvitað líka landsmönnum upp á þessa vinsælu vöru,“ sagði Jónas í samtali við DV í gær, fimmtudag.

Dreifing á bollunum stendur nú yfir og voru þeir komnir í margar verslanir Eymundsson í gærdag. Jónas gerir ráð fyrir fleiri bollum í framtíðinni með merkum Íslendingum, til dæmis með mynd af Vigdísi Finnbogadóttur.
En hvað með næsta forseta? Ertu búinn að spá í bollann?

„Jú, það kemur mjög til greina, en við metum auðvitað viðtökurnar á bollanum með Ólafi og Dorrit okkar áður en við hendum í framleiðslu á nýjum forseta.“

Jónas segist hafa fengið góð viðbrögð hjá þeim sem hann hefur sýnt bollann. „Viðbrögðin hafa verið framar vonum – það er almenn ánægja með þessa bolla, sem eru auk þess hinir vönduðustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir