fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Helgi og Guðrún hafa verið gift í 50 ár: Kom henni rækilega á óvart á brúðkaupsafmælinu

Kynntust í háskólanámi á sjöunda áratugnum

Auður Ösp
Föstudaginn 3. júní 2016 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðir þeirra Helga Valdimarssonar, fyrrverandi prófessors og deildarforseta Læknadeildar, og Guðrúnu Agnarsdóttur, læknis og fyrrum þingkonu lágu saman á sjöunda áratugnum. Á dögunum ákvað Helgi að koma sinni heittelskuðu rækilega á óvart með hjálp sona þeirra tveggja og Háskóla Íslands, en þar kynntust þau hjónin.

Á fésbókarsíðu Háskóla Íslans segir að læknisfræðin hafi leitt saman hjónin en bæði námu þau við háskólann á sjöunda áratug síðustu aldar. Fór þá kennsla í læknisfræði fram í Aðalbyggingu og læknanemar höfðu lesaðstöðu bæði á fyrstu og annarri hæð. Um það leyti sem þau voru að draga sig saman mátti finna grammófón í bakherbergi Hátíðasalar skólans en hann var nýttur við ýmis tilefni og ómurinn frá honum barst um alla byggingu.

„Af og til laumaðist Helgi hins vegar úr lesaðstöðunni á fyrstu hæð og upp í Hátíðasal og lék part úr fertugustu sinfóníu Mozarts á grammófóninn en það var leynilegt merki til Guðrúnar, sem sat við lestur á annarri hæð, um að taka sér hvíld frá lestrinum og koma og hitta hann.“

Það var síðan í gær að Guðrún fagnaði afmæli sínu og um leið fögnuðu þau Helgi 50 ára brúðkaupsafmæli. Af því tilefni. fékk Helgi syni þeirra hjóna, þá Agnar og Kristján, og starfsmenn Háskóla Íslands í lið með sér til að koma Guðrúnu á óvart.

Glæsilegar veitingar biðu Guðrúnar.
Glæsilegar veitingar biðu Guðrúnar.

Þegar Helgi leiddi Guðrúnu í óvænta heimsókn í Hátíðasal Aðalbyggingar í morgun hljómuðu tónar úr fertugustu sinfóníunni á ný í hátölurum salarins og þar biðu jafnframt synir, tengdadóttir og barnabörn með kampavín og jarðarber til þess að fagna þessari merkisstund þeirra hjóna.

Ljóst er að Helga tókst ágætlega upp með ætlunarverk sitt, enda mátti greina mikinn gleðisvip hjá Guðrúnu. Sjálfur kveðst reyndar ekki vera mjög rómantískur í sér. „Ég hef nú ekki verið mikill rómantíker. Guðrún hefur alla tíð verið rómantískari en ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna