Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar var haldinn hátíðlegur á laugardaginn. Borgarstjóri setti hátíðina kl. 13 við Hallgrímskirkju, en svo var gengið fylktu liði niður í Hörpu þar sem glæsilegur markaður var fram eftir degi. Í skrúðgöngunni var mikið um dans og tónlist og gleðin við völd. Í Hörpu var hægt að bragða á réttum fjölmargra þjóða, fræðast um menningu þeirra og njóta skemmtiatriða.