fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Vinsælustu sundlaugar landsins hjá fjölskyldufólki: Sjáðu listann

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 30. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundstaðir á Íslandi eru hátt í 200 talsins, af öllum stærðum og gerðum. Það er því óhætt að segja að Ísland sé sannkölluð sundlaugaparadís. DV hefur áður fjallað um bestu sundlaugar landsins. Í dag fjallar Nútíminn um uppáhaldslaugar fjölskyldufólks og ræddi við mæður í hópnum Mæðratips á Facebook.
Í umfjöllun um sundlaugarnar sem þykja bestar fyrir fjölskyldufólk segir á Nútímanum:

Lágafellslaug í Mosfellsbæ

Hrein og snyrtileg aðstaða. Hlýjar laugar og auðvelt að hafa yfirsýn og fylgjast með börnunum. Korkflísar eru kærkomnar fyrir hlaupandi fætur. Mjög góður kostur fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Buslpottur með rennibraut, plús þrjár rennibrautir fyrir eldri krakkana. Þægilega heit fyrir foreldrana líka.

Ásvallalaug í Hafnarfirði

Frábært svæði og fjölbreytt. Góð innilaug fyrir litlu börnin og auðvelt að hafa yfirsýn. En afar slæmar sturtur (miklar og óvæntar hitabreytingar), þröngir klefar þegar mikið er að gera og kalt þar. Fáir stólar og skiptiaðstaðan léleg og á fáránlegum stað. Botninn á vaðlauginni er líka fjandsamlegur fullorðinsbossum – ekki mælt með því að vera að renna sér mikið til á honum.

Álftaneslaug

Allt til alls nema það vantar balana fyrir þau minnstu. Öldulaugin æðisleg fyrir stóru krakkana. Frábært starfsfólk, góðir klefar – breiðir bekkir og skápar. Hrein og fín laug.

Selfosslaug

Mjög skemmtilegt svæði og hæfilega djúp laug sem hentar fyrir börn á öllum aldri. Foreldrunum verður heldur ekki kalt þar. Góð aðstaða í klefum og skemmtilegar rennibrautir fyrir þau yngstu.

Sundlaugin í Vestmannaeyjum

Æðisleg laug með frábærri aðstöðu fyrir allan aldur, nóg af rennibrautum og leiktækjum. Sturtuaðstaða til fyrirmyndar.

Á Nútímanum má svo sjá umfjallanir um fleiri sundlaugar sem hafa slegið í gegn hjá fjölskyldufólki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“